Sam­keppnis­eftir­litið og Festi hf. hafa undir­ritað sátt vegna kaupa Festi á öllu hluta­fé í Lyfju hf.

Sáttinni er ætlað að ryðja úr vegi sam­keppnis­hindrunum sem sam­runinn myndi annars leiða til að mati Sam­keppnis­eftir­litsins.

Festi hf. rekur meðal annars verslanir Krónunnar, N1 og Elko. Lyfja rekur sam­nefnd apó­tek og heild­söluna Heilsu.

Að mati SKE skaraðist starf­semi sam­runa­aðila einkum á markaði fyrir smá­sölu hrein­lætis- og snyrti­vara og smá­sölu á heilsu­vörum.

Sam­kvæmt sáttinni mun Heilsa ehf. starfa sjálf­stætt með rekstrar­legum að­skilnaði frá Festi við heild­sölu heilsu­vara, m.a. með skýrum skil­yrðum um vernd við­skipta­upp­lýsinga um keppi­nauta sam­stæðunnar.

Heilsu ber einnig að gæta jafn­ræðis og hlut­lægni í við­skiptum við smá­sala. Falla skil­yrðin úr gildi að fimm árum liðnum.

„Við rann­sókn málsins lýstu keppi­nautar Festi og Lyfju í smá­sölu á þessum vörum yfir á­hyggjum af skertu og ó­jöfnu að­gengi að mikil­vægum heilsu­vörum, sem skekkja kynni sam­keppni á markaðnum. Vinna þessi skil­yrði gegn slíkum á­hrifum,” segir á vef Sam­keppnis­eftir­litsins.

Fella niður samkeppnisbann á lyfjafræðinga

Þá er greint frá því að í vissum til­fellum skuld­bindi lyfja­fræðingar sig til þess að hefja ekki störf hjá sam­keppnis­aðila í til­tekinn tíma eftir að ráðningar­sam­bandinu lýkur. Festi og Lyfja munu fella niður slík sam­keppnis­bönn í ráðningar­samningum lyfja­fræðinga og ekki setja slík á­kvæði í starfs­samninga lyfja­fræðinga hjá fé­laginu.

Ske segir að at­huganir stofnunarinnar á sam­runanum hafi leitt í ljós mikinn skort á lyfja­fræðingum hér­lendis.

„Hömlur á at­vinnu­frelsi þeirra vegna framan­greindra sam­keppnis­banna tak­marka mögu­leika smærri keppi­nauta sem og nýrra aðila til þess að hefja eða út­víkka starf­semi.”

„Skil­yrði sáttarinnar og að­gerðir Festi hafa að mati Sam­keppnis­eftir­litsins já­kvæð á­hrif á sam­keppni á apó­teka- og dag­vöru­markaði. Að mati Sam­keppnis­eftir­litsins er sáttin full­nægjandi til þess að koma í veg fyrir mögu­leg skað­leg á­hrif af yfir­töku Festi á Lyfju. Í því ljósi er sam­runinn því sam­þykktur með skil­yrðum,” segir að lokum á vef Sam­keppnis­eftir­litsins.