Dómari í Bandaríkjunum hefur hafnað fyrirhuguðum sáttarsamningi Boeing sem tengist tveimur banaslysum flugvélaframleiðandans. Boeing samdi við stjórnvöld í júlí að játa sekt gegn því að greiða 243 milljónir dala.
Fjölskyldumeðlimir þeirra 346 sem fórust í slysunum tóku ákvörðuninni fagnandi og sögðu að Boeing ætti ekki að geta greitt sig úr málinu.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið segist vera að endurskoða ákvörðunina og hefur Boeing ekki viljað tjá sig um málið. Dómarinn í málinu, Reed O‘Connor, vitnar í almannahagsmuni og segir að eftirlit yfirvalda á fyrirtækinu á undanförnum árum hafi misheppnast.
Dómarinn einbeitti sér einnig að DEI-ráðningarstefnu (e. Diversity, Equity and Inclusion) Boeing þar sem t.d. kynþáttur þyrfti að koma til greina þegar kæmi að ráðningu eftirlitsaðila og sagði að það myndi grafa undan trausti á manneskjunni sem fengi starfið.