Seðlabanki Íslands mun ekki tjá sig um sektin sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða í tengslum við sölu bankans fyrr en sátt milli fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka hefur verið birt. Þetta segir upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands í samtali við Morgunblaðið.
Greint var frá því að í gærkvöldi að Íslandsbanki hafi fallist á greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt í tengslum við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum en það mun vera hæsta sekt í sögu fjármálafyrirtækja á Íslandi.
Upplýsingafulltrúi Seðlabankans segist ekki eiga von á því að sáttin verði birt á vef Seðlabankans fyrr en eftir helgi.
„Þegar bankinn hefur afhent Seðlabanka undirritaða sátt verður hún birt, eins og venja er. Í sáttinni koma fram málsatvik og niðurstaða málsins og fram að birtingu sektarinnar getum við ekki tjáð okkur meira um þetta tiltekna mál,“ segir Sigurður G. Valgeirsson í samtali við mbl.is.