Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti hag­ræðingar í ríkis­rekstri til að koma til móts við verð­bólguna í landinu á blaða­manna­fundi í dag.

Yfir­skrift fundarins var þróun ríkis­fjár­mála og hag­ræðing í rekstri en Bjarni sagði af­komu ríkis­sjóðs langt um­fram væntingar. Í fjár­laga­frum­varpinu í desember var gert ráð fyrir því að frum­jöfnuður yrði nei­kvæður um 50 milljarða en nú stefnir í að hann verði já­kvæður um 50 milljarða sem er 100 milljörðum betri en á­ætlað var.

Bjarni sagði á fundinum að gert verður ráð fyrir 17 milljarða ráð­stöfunum á næsta ári til að hægja á vexti út­gjalda.

Þar af er gert ráð fyrir að launa­kostnaður stofnana lækki um 5 milljarða króna en til þess að ná því mun koma til nokkurrar fækkunar stöðu­gilda í stofnana­kerfinu, bæði í gegnum starfs­manna­veltu og upp­sagnir. Hann sagði að vörður verður á­fram staðinn um fram­línu­starf­semi, m. a. á sviði heil­brigðis­mála, lög­gæslu, dóm­stóla og mennta­mála.

Bjarni sagðist hafa fundað með öllum for­stöðu­mönnum ríkis­stofnanna í gær til að fara yfir að­halds­mark­miðin.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti hag­ræðingar í ríkis­rekstri til að koma til móts við verð­bólguna í landinu á blaða­manna­fundi í dag.

Yfir­skrift fundarins var þróun ríkis­fjár­mála og hag­ræðing í rekstri en Bjarni sagði af­komu ríkis­sjóðs langt um­fram væntingar. Í fjár­laga­frum­varpinu í desember var gert ráð fyrir því að frum­jöfnuður yrði nei­kvæður um 50 milljarða en nú stefnir í að hann verði já­kvæður um 50 milljarða sem er 100 milljörðum betri en á­ætlað var.

Bjarni sagði á fundinum að gert verður ráð fyrir 17 milljarða ráð­stöfunum á næsta ári til að hægja á vexti út­gjalda.

Þar af er gert ráð fyrir að launa­kostnaður stofnana lækki um 5 milljarða króna en til þess að ná því mun koma til nokkurrar fækkunar stöðu­gilda í stofnana­kerfinu, bæði í gegnum starfs­manna­veltu og upp­sagnir. Hann sagði að vörður verður á­fram staðinn um fram­línu­starf­semi, m. a. á sviði heil­brigðis­mála, lög­gæslu, dóm­stóla og mennta­mála.

Bjarni sagðist hafa fundað með öllum for­stöðu­mönnum ríkis­stofnanna í gær til að fara yfir að­halds­mark­miðin.

Gert ráð fyrir tekju­ráð­stöfunum að svipuðu um­fangi

Á vef stjórnar­ráðsins segir að sam­hliða þessu lækki önnur rekstrar­gjöld, á borð við ferða­kostnað, auk þess sem lögð verður á­hersla á hag­kvæmari opin­ber inn­kaup.

„Enn fremur er aukið á að­hald innan ráðu­neyta og dregið úr nýjum verk­efnum. Í kynningu ráð­herra er bent á að mikil tæki­færi felist í ein­földun stofnana­kerfisins, á­herslu á staf­rænar lausnir sem leiða til betri nýtingar fjár­muna, lækkun hús­næðis­kostnaðar í gegnum sam­eigin­leg vinnu­rými, sam­rekstri og út­boði þjónustu. Sam­hliða þessum að­gerðum er gert ráð fyrir tekju­ráð­stöfunum að svipuðu um­fangi. Mestu munar þar um notkunar­gjöld vegna raf­magns- og ten­gilt­vinn­bif­reiða, aukna gjald­töku á ferða­þjónustu, þ. á. m. af skemmti­ferða­skipum, og hækkun gjalds á fisk­eldis­fyrir­tæki á árinu 2025. Þá verður tekju­skattur lög­aðila hækkaður tíma­bundið í eitt ár um 1% líkt og áður hefur verið boðað.“

Fjár­mála­ráðu­neytið mun á næstu vikum á­samt stofnunum vinna að út­færslu að­gerðanna þannig að sett mark­mið um af­komu ríkisins fái staðist.

Rothögg ferðaþjónustunnar

Ríkis­stjórnin kynnti í júní út­gjalda­ráð­stafanir til að bæta af­komu ríkis­sjóðs um 9 milljarða til við­bótar við þær 8,8 milljarða að­halds­að­gerðir sem kynntar voru í fjár­mála­á­ætlun.

Bjarni sagði að Co­vid-far­aldurinn hafi verið Ís­landi erfiðari en mörg önnur lönd þar sem hér var meiri sam­dráttur en í ná­granna­löndum þar sem ferða­þjónustan varð fyrir „al­gjöru rot­höggi.“

„Það hefur meiri á­hrif hér en annars staðar þegar ein af undir­stöðu­at­vinnu­greinunum verður fyrir svona miklu höggi,“ sagði Bjarni en bætti við að fá lönd hafa vaxið jafn hratt úr far­aldrinum og Ís­lands.

Efna­hags­um­svif á Ís­landi væru mikil og at­vinnu­leysi eitt það minnsta í fimm ár.

Skulda­staða ríkis­sjóðs var góð fyrir far­aldurinn sem gerði okkur kleift að takast á við ham­fararnir í kjöl­far heims­far­aldursins.

„Við leyfðum hag­kerfinu að fara í halla til að verja opin­bera þjónustuna,“ sagði Bjarni á fundinum en nú er af­koman mun betri en spár gerðu ráð fyrir.