Velta Clippers ehf., sem rekur veitinga­staðinn Sbar­ro, jókst um um 50% á milli ára og voru tekjur fé­lagsins um 1,4 milljarðar í fyrra.

Hagnaður fé­lagsins eftir skatta var 48 milljónir í fyrra, sem er hækkun úr 16 milljónum árið áður. Ó­ráð­stafað eigið fé var já­kvætt um 56 milljónir.

Stjórn fé­lagsins leggur til að greiddur verði út arður til hlut­hafa á árinu 2024 að upp­hæð 30 milljónir en fé­lag Stein­gríms Bjarna­sonar, Flipper ehf., á 38,6% hlut í Clippers ehf. á meðan Úr­lausn fast­eignir, sem er í eigu Magnúsar Bjarna­sonar, á 38,6% hlut.

Velta Clippers ehf., sem rekur veitinga­staðinn Sbar­ro, jókst um um 50% á milli ára og voru tekjur fé­lagsins um 1,4 milljarðar í fyrra.

Hagnaður fé­lagsins eftir skatta var 48 milljónir í fyrra, sem er hækkun úr 16 milljónum árið áður. Ó­ráð­stafað eigið fé var já­kvætt um 56 milljónir.

Stjórn fé­lagsins leggur til að greiddur verði út arður til hlut­hafa á árinu 2024 að upp­hæð 30 milljónir en fé­lag Stein­gríms Bjarna­sonar, Flipper ehf., á 38,6% hlut í Clippers ehf. á meðan Úr­lausn fast­eignir, sem er í eigu Magnúsar Bjarna­sonar, á 38,6% hlut.

Heim­kaup á 23% hlut í fé­laginu sem fé­lagið eignaðist með kaupum á öllum verslunar­rekstri Orkunnar IS ehf., dóttur­fé­lagi Skeljar fjár­festingar­fé­lags, í maí í fyrra.

Um sama leyti opnaði Sbar­ro veitinga­stað á Kefla­víkur­flug­velli en Clippers ehf. rekur nú fimm Sbar­ro-staði hér­lendis: í Smára­lind, Vestur­lands­vegi, Austur­stræti og Fitjum Njarð­vík.

Laun og launa­tengd gjöld jukust um 45% á milli ára og námu 530 milljónum í fyrra. Hús­næðis­kostnaður fé­lagsins jókst um 72% á milli ára og nam 161 milljón króna í fyrra.