Nýjasta kvikmynd leikstjórans Martin Scorsese, Killers of the Flower Moon, halaði inn 23 milljónum dala í miðasölu fyrstu helgina í sýningu í Norður-Ameríku.

Lengd kvikmyndarinnar hefur verið mikið til umræðu en hún er þrír og hálfur klukkutími. Þá hefur verkfall Hollywood leikara haft áhrif á kynningu kvikmyndarinnar.

Þrátt fyrir góða opnunarhelgi Scorsese hélt söngkonan Taylor Swift toppsætinu aðra helgina í röð en kvikmynd um tónleikaferðalag Swift hefur þénað meira en 100 milljónir dala í miðasölu. Er það fyrsta tónleikakvikmyndin í sögunni sem hefur náð þeim árangri.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði