HB Granda hefur borist erindi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað er eftir sjónarmiðum félagsins vegna skoðunar á því hvort myndast yfirráð í skilningi 17. og 10 gr.  samkeppnislaga þegar Brim eignaðist 34,01% hlut í HB Granda þann 4. maí síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til kauphallarinnar.

Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um kaup Brim á 34,01% hlut í HB Granda og þá atburði sem hafa átt sér stað innan stjórnar HB Granda eftir kaupin. Meðal annars var Vilhjálmi Vilhjálmssyni sagt upp störfum sem forstjóra HB Granda og Guðmundur Kristjánsson skipaður forstjóri í hans stað.

Rannveig Rist sagði sig svo úr stjórn HB Granda , vegan óánægju með uppsögn Vilhjálms og hvernig var að henni staðið.

Ráðning Guðmundar Kristjánssonar hefur vakið athygli Samkeppniseftirlitsins eins og mbl greindi frá síðastliðinn fimmtudag . Það að Guðmundur Kristjánsson hafi verið ráðinn forstjóri HB Granda á sama tíma og hann er aðaleigandi og stjórnandi Brims, hefur vakið upp spurningar um sjálfstæði milli keppinauta.Samkeppniseftirlitið hefur því núna ákveðið að skoða þetta mál nánar.