Verð­bréfa­eftir­lit Banda­ríkjanna (SEC) hefur á­kveðið að lækka verð­bilið sem má vera milli kaup- og sölu­verðs hluta­bréfa. Árum saman hefur verið miðað við eitt penní en allir fimm stjórnar­menn SEC sam­mæltust um að breyta því í hálft sent.

Hálft sent er um 0,005 Banda­ríkja­dalur og miðað við gengi dals og krónu í dag verður verð­bilið því 0,68 krónur.

Sam­hliða þessum breytingum var á­kveðið að lækka gjöld sem verð­bréfa­miðlarar mega rukka fyrir verð­bréfa­við­skipti en sam­kvæmt Financial Times voru mun rót­tækari að­gerðir á teikni­borðinu sem hlutu ekki brautar­gengi.

Verð­bréfa­eftir­lit Banda­ríkjanna (SEC) hefur á­kveðið að lækka verð­bilið sem má vera milli kaup- og sölu­verðs hluta­bréfa. Árum saman hefur verið miðað við eitt penní en allir fimm stjórnar­menn SEC sam­mæltust um að breyta því í hálft sent.

Hálft sent er um 0,005 Banda­ríkja­dalur og miðað við gengi dals og krónu í dag verður verð­bilið því 0,68 krónur.

Sam­hliða þessum breytingum var á­kveðið að lækka gjöld sem verð­bréfa­miðlarar mega rukka fyrir verð­bréfa­við­skipti en sam­kvæmt Financial Times voru mun rót­tækari að­gerðir á teikni­borðinu sem hlutu ekki brautar­gengi.

Sam­kvæmt FT mun lægra verð­bil og lækkuð gjöld auka seljan­leika bréfa í Banda­ríkjunum en reikna má með því að hagnaður verð­bréfa­miðlara og fjár­mála­fyrir­tækja dragist saman.

Svo­kölluð há­tíðnifjár­festinga­fé­lög (e. high-frequ­en­cy tra­ding firms) sem hafa hagnast á að nýta sér smá­vægi­leg verð­bil með gríðar­legum fjölda af raf­rænum við­skiptum munu koma verst úr breytingum.

Reglu­breytingin tekur þó ekki gildi vestan­hafs fyrr en í nóvember 2025.