Seðlabanki Japans mun hefja tveggja daga fundarhöld á morgun þar sem ákveðið verður hvort bankinn eigi að hækka stýrivexti aftur. Æðstu embættismenn þar í landi eru klofnir um hvort það muni hækkun vaxta muni styðja við hagkerfið, að því er segir í frétt WSJ.
Bankinn mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína á miðvikudaginn. Verðbólga í Japan mældist síðast 2,8% og hefur verið yfir verðbólgumarkmiði í nokkurn tíma.
Stýrivextir bankans eru nú á bilinu 0,0-0,1%, Um fjórðungur sérfræðinga á japanska skuldabréfamarkaðnum sem tók þátt í könnun markaðsaðila í síðustu viku búast við því að bankinn muni hækka vexti í vikunni.