Seðlabanki Kína kom mörkuðum á óvart í morgun þegar hann tilkynnti um lækkun á skammtíma vöxtum og vöxtum til lengri tíma. Ákvörðunin var tekin aðeins nokkrum dögum eftir fund æðstu stjórnenda kínverska kommúnistaflokksins, samkvæmt frétt Financial Times.

Seðlabanki Kína kom mörkuðum á óvart í morgun þegar hann tilkynnti um lækkun á skammtíma vöxtum og vöxtum til lengri tíma. Ákvörðunin var tekin aðeins nokkrum dögum eftir fund æðstu stjórnenda kínverska kommúnistaflokksins, samkvæmt frétt Financial Times.

Seðlabankinn tilkynnti að grunnvextir til eins árs – sem er gjarnan notað sem viðmið fyrir útlán til fyrirtækja - yrðu lækkaðir um 0,1 prósentustig, úr 3,45% í 3,35%. Þá voru grunnvextir til fimm ára einnig lækkaðir um 0,1 prósentu, niður í 3,85%.

Bankinn lækkaði einnig vexti fyrir öfug endurhverf viðskipti (e. reverse repo), þ.e. skammtímavexti í viðskiptum við lánastofnanir.

Vaxtalækkunin er talin merki um tilraun kínverskra stjórnvalda til að auka umsvif í hagkerfinu. Hagkerfi Kína jókst um 4,7% á öðrum fjórðungi en ákveðnir mælikvarðar mældust undir spám og hagtölur gáfu til kynna versnandi horfur í fasteignageiranum.