Seðlabanki Íslands hefur hafið vinnu við greiningu og mat á mögulegri innleiðingu á greiðslukerfum Eurosystem, svokölluðum TARGET Services, nánar tiltekið millibankagreiðslukerfunum TIPS og T2.

IPS er rauntímagreiðslukerfi (e. instant payment system), en T2 er millibankagreiðslukerfi fyrir stórgreiðslur og miðlæga lausafjárstýringu.

Seðlabanki Íslands hefur hafið vinnu við greiningu og mat á mögulegri innleiðingu á greiðslukerfum Eurosystem, svokölluðum TARGET Services, nánar tiltekið millibankagreiðslukerfunum TIPS og T2.

IPS er rauntímagreiðslukerfi (e. instant payment system), en T2 er millibankagreiðslukerfi fyrir stórgreiðslur og miðlæga lausafjárstýringu.

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands segir að markmiðið byggist á lögbundnu hlutverki bankans, sem er meðal annars að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi í landinu og við útlönd.

„Seðlabankinn á og rekur millibankagreiðslukerfi (MBK) sem er forsenda þess að hægt sé að framkvæma stór- og smágreiðslur í seðlabankafé, verðbréfauppgjör og kortauppgjör og þar með grundvöllur fyrir skilvirkri greiðslumiðlun í íslenskum krónum,“ segir í tilkynningu.

Þá segir að innleiðing Seðlabankans á TARGET-þjónustunum myndi stuðla að því að innviðir fyrir uppgjör íslenskra rauntímagreiðslna yrðu í samræmi við þróun í Evrópu. Innleiðingin myndi þó ekki hafa áhrif á það hlutverk sem Seðlabanki Íslands hefur gagnvart þátttakendum í núverandi greiðslukerfum.

Endanleg ákvörðun um innleiðingu á TARGET-þjónustunum verður tekin eftir að ítarleg greining hefur farið fram á kerfunum með hliðsjón af tækni-, rekstrar-, laga- og öryggiskröfum Seðlabankans.