Í bréfi til hluthafa skrifar Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, um vaxtahækkanir Seðlabankans. Hann hefur ekki farið í grafgötur með að honum þyki bankinn hafa gengið of langt í vaxtahækkunum sínum. Þar af leiðandi finnst honum að vaxtalækkanir hefðu átt að hefjast á síðasta vaxtaákvarðanafundi, en bendir þó á að fela megi sig á bak við stöðuna kjarasamningsviðræðum.
Lítið sé fjallað um spár Seðlabankans en Jóni hefur þótt heldur lítið á þær treystandi undanfarin misseri. Framsýni skorti oft í rökstuðningi og bankinn virðist oft á tíðum vera sinn versti óvinur í baráttunni við verðbólguvæntingar, en verðbólguspár bankans sjálfs hafi oft á tíðum verið þær svartsýnustu.
„Það hefur augljóslega áhrif á væntingar ef Seðlabankinn er ítrekað neikvæðastur á horfurnar. Ég tel að Seðlabankinn geti með breyttri nálgun og aukinni trú á eigin aðgerðum verið leiðandi í því að ná verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja niður.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér og fréttina í heild hér.