Sir Tim Clark, forstjóri flugfélagsins Emirates, gagnrýnir Boeing harðlega í viðtali við Financial Times og segir að flugvélaframleiðandinn sé kominn á seinasta séns. Hann segir einnig að Emirates muni senda eigin verkfræðinga til að fylgjast með framleiðslu Boeing-flugvéla.
Emirates er einn stærsti viðskiptavinur Boeing en í nóvember lagði flugfélagið 52 milljarða dala pöntun fyrir 95 breiðþotur af gerðinni Boeing 777 og 787.
Sir Tim Clark, forstjóri flugfélagsins Emirates, gagnrýnir Boeing harðlega í viðtali við Financial Times og segir að flugvélaframleiðandinn sé kominn á seinasta séns. Hann segir einnig að Emirates muni senda eigin verkfræðinga til að fylgjast með framleiðslu Boeing-flugvéla.
Emirates er einn stærsti viðskiptavinur Boeing en í nóvember lagði flugfélagið 52 milljarða dala pöntun fyrir 95 breiðþotur af gerðinni Boeing 777 og 787.
Dave Calhoun, forstjóri Boeing, hefur svarað þessum ummælum og segist skilja það vel að viðskiptavinir séu reiðir og að Boeing muni vinna að því að endurheimta traust þeirra. Í samtali við BBC segir Emirates að það hafði ekki við neinu að bæta að svo stöddu.
„Þeir verða að innræta ákveðna öryggismenningu sem er varla til eins og er. Þeir verða að endurskoða framleiðsluferli sitt þannig að allt sé gert almennilega. Ég er viss um að Dave Calhoun og Stan Deal, viðskiptastjóri fyrirtækisins, séu á því líka, því þeir eru komnir á síðasta séns,“ segir Tim.
Emirates mun senda verkfræðinga til að fylgjast með framleiðsluferli þeirra flugvéla sem félagið hefur pantað og munu þeir eins fylgjast með birgðum frá Spirit AeroSystems.
Önnur flugfélög hafa einnig lýst yfir áhyggjum og bent á að núverandi ástand Boeing og rannsókn bandaríska flugmálaeftirlitsins gæti tafið heildarframleiðslu nýrra flugvéla á borð við 737 Max, Max 7 og Max 10.