Í kjölfar fundar Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins sem stóð í einn og hálfan klukkutíma, segir hún þau hafa um margt að spjalla um hvernig hægt sé að efla Alþingi. Þetta kemur fram í frétt á Mbl.is.
Aðspurð um möguleika hans á að mynda ríkisstjórn í kjölfar þess að hann fékk umboð forsetans fyrir að hefja stjórnarmyndunarviðræður segir hún stöðu hans þrönga.
„Hann er frekar einangraður. Þetta er mjög flókin staða akkúrat núna – nú eru Viðreisn og Björt framtíð eiginlega bara... eða er þetta „Björt Viðreisn“ eða eitthvað?“ segir Birgitta í samtali við Morgunblaðið, en spurð út í skoðun hennar á að formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar gangi saman á fund Bjarna segir hún það alls ekki koma á óvart.
„[...] einfaldlega vegna þess að Heiða Kristín [Helgadóttir], sem var framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, starfar nú fyrir Viðreisn og það hefur verið töluverður samgangur þarna á milli.“