Ísland hóf í dag formlegt útboð á 20% hlut ríkisins í Íslandsbanka, með möguleika á að selja allan eignarhlut sinn sem nemur samtals 45,2% ef eftirspurn reynist næg.
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra Íslands, var af þeim sökum í viðtali við Reuters en þar sagði hann finna fyrir mikilli eftirspurn fjárfesta á útboðinu og jákvætt viðhorf fjárfesta erlendis gagnvart Íslandi þrátt fyrir ólgu á heimvísu.
„Það ríkir ákveðið rólyndisástand,“ sagði Daði með vísan til þess hlés sem orðið hefur á alþjóðlegum markaðsóvissum sem hafa einkennst af viðskiptatollum og pólitískri óvissu.
Aðspurður um áhrif nýlegra efnahagsaðgerða í Bandaríkjunum, meðal annars vegna aukinna tolla og sveiflna á hlutabréfamörkuðum, sagði Daði að áhrifin á Ísland væru takmörkuð.
„Þó að við höfum áður verið talin áhættusamari fjárfestingarkostur en Bandaríkin í ólgutímum erum við núna talin tiltölulega öruggari en bandaríski markaðurinn,“ segir Daði Már við Reuters.
Engin bólumyndun á íslenskum fasteignamarkaði
Samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti árið 2024 fá einstaklingar með íslenska kennitölu forgang í útboðinu.
Verðið fyrir þá hópa er einnig lægra en það sem boðið er í öðrum flokkum fjárfesta. Í samtali við Reuters sagði Daði það væri mikilvægt að eignarhald á fjármálakerfinu væri dreift og að ríkisstjórnin vildi tryggja raunverulega þátttöku almennings í útboðinu.
Hann sagði síðan að tollaaðgerðir Bandaríkjanna hefðu lítil áhrif á land og þjóð en hann bætti við að þótt miklar hækkanir á fasteignaverði væru áhyggjuefni fyrir almenning, þá líti fasteignamarkaðurinn á Íslandi „alls ekki út fyrir að vera í bólumyndun“.
Ríkisstjórnin vinni nú að því að byggja fleiri hagkvæmar íbúðir og nýta skattkerfið til að draga úr hvötum til skammtímaútleigu ferðamanna.
Fjármálaráðherra segir í samtali við Reuters að það sé mikinn áhuga á útboðinu og jákvætt viðhorf erlendis gagnvart Íslandi.