Ís­land hóf í dag form­legt út­boð á 20% hlut ríkisins í Ís­lands­banka, með mögu­leika á að selja allan eignar­hlut sinn sem nemur sam­tals 45,2% ef eftir­spurn reynist næg.

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­málaráðherra Ís­lands, var af þeim sökum í viðtali við Reu­ters en þar sagði hann finna fyrir mikilli eftir­spurn fjár­festa á út­boðinu og jákvætt viðhorf fjár­festa er­lendis gagn­vart Ís­landi þrátt fyrir ólgu á heim­vísu.

„Það ríkir ákveðið ró­lyndisá­stand,“ sagði Daði með vísan til þess hlés sem orðið hefur á alþjóð­legum markaðsóvissum sem hafa ein­kennst af við­skipta­tollum og pólitískri óvissu.

Að­spurður um áhrif ný­legra efna­hags­að­gerða í Bandaríkjunum, meðal annars vegna aukinna tolla og sveiflna á hluta­bréfa­mörkuðum, sagði Daði að áhrifin á Ís­land væru tak­mörkuð.

„Þó að við höfum áður verið talin áhættu­samari fjár­festingar­kostur en Bandaríkin í ólgutímum erum við núna talin til­tölu­lega öruggari en bandaríski markaðurinn,“ segir Daði Már við Reuters.

Engin bólu­myndun á ís­lenskum fast­eigna­markaði

Sam­kvæmt lögum sem Alþingi samþykkti árið 2024 fá ein­staklingar með ís­lenska kenni­tölu for­gang í út­boðinu.

Verðið fyrir þá hópa er einnig lægra en það sem boðið er í öðrum flokkum fjár­festa. Í sam­tali við Reu­ters sagði Daði það væri mikilvægt að eignar­hald á fjár­mála­kerfinu væri dreift og að ríkis­stjórnin vildi tryggja raun­veru­lega þátt­töku al­mennings í út­boðinu.

Hann sagði síðan að tolla­að­gerðir Bandaríkjanna hefðu lítil áhrif á land og þjóð en hann bætti við að þótt miklar hækkanir á fast­eigna­verði væru áhyggju­efni fyrir al­menning, þá líti fast­eigna­markaðurinn á Ís­landi „alls ekki út fyrir að vera í bólu­myndun“.

Ríkis­stjórnin vinni nú að því að byggja fleiri hag­kvæmar íbúðir og nýta skatt­kerfið til að draga úr hvötum til skammtímaút­leigu ferða­manna.

Fjár­málaráðherra segir í sam­tali við Reu­ters að það sé mikinn áhuga á út­boðinu og jákvætt viðhorf er­lendis gagn­vart Ís­landi.