Í við­auka með árs­hluta­upp­gjöri Eim­skips fyrir fyrsta árs­fjórðung er bent á á­kveðnar stað­reynda­villur í fram­setningu og út­reikningum í frum­mati Analyti­ca á tjóni vegna sam­ráðs skipa­fé­laganna.

Fé­lag at­vinnu­rek­enda, Neyt­enda­sam­tökin og VR fengu ráð­gjafar­fyrir­tækið Analyti­ca til að meta tjón lands­manna, beinna og ó­beinna við­skipta­vina og verð­tryggðra skuldara af völdum meints sam­ráðs skipa­fé­laganna Eim­skips og Sam­skips á árunum 2008- 2013.

Fé­lögin þrjú óskuðu sér­stak­lega eftir því að matið yrði byggt á á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins gegn Sam­skipum sem skipa­fé­lagið hefur kært til á­frýjunar­nefndar Sam­keppnis­mála.

Niður­staðan var sú sam­fé­lags­legt tjón af meintu sam­ráði væri 62 milljarðar og sendu fé­lögin upp­hæðina á fjöl­miðla á­samt hvatningu til allra við­skipta­vina skipa­fé­laganna um að skoða mögu­leikann á skaða­bóta­máli.

Eim­skip fékk Ragnar Árna­son, prófessor Emeritus í hag­fræði við Há­skóla Ís­lands, til að fara yfir frum­matið en hann kemst að þeirri niður­stöðu að al­var­leg reikni­villa sé í út­reikningum á svo­kölluðu allra tapi (e. Dea­dweig­ht loss).

Viðauki í uppgjöri Eimskips sem birtist eftir lokun markaða í gær.

Sam­kvæmt út­reikningum Analyti­ca er á­ætlað að allratapið væri um 3,7 milljarðar króna.

Í upp­gjöri Eim­skips segir að Ragnar hafi farið yfir frum­matið og komist að þeirri niður­stöðu að þrátt fyrir að farið sé eftir öllum for­sendum Sam­keppnis­eftir­litsins er allratapið ekki nema 122 milljónir króna í stað 3,7 milljarða.

Í árs­hluta­upp­gjöri Eim­skips, líkt og var gert í um­fjöllun Við­skipta­blaðsins í apríl, er bent á það að á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins tekur ekki til­lit til gengis­breytinga og því er gengis­hrun krónunnar eftir hrun ekki með í myndinni þegar verð­hækkanir í evrum eru reiknaðar.

Eim­skip bendir á að krónan veiktist um 86% gagn­vart evru árið 2008 og því ekki skrýtið að sjó­flutnings­verð í evrum hækki í krónum talið.

Eim­skip bendir einnig á þá stað­reynd að þegar þar sem VR, FA og Neyt­enda­sam­tökin kröfðust þess að einungis yrði stutt við á­kvörðun SKE gegn Sam­skipum er því ekkert að finna um verð­lagningu Eim­skips í frum­matinu.

Analyti­ca þurfti því vegna gagna­skorts að gefa sér að verð­lagning Eim­skips hafi þróast eins og hjá Sam­skipum.

Eim­skip bendir á að þegar kemur að gáma­flutningum ræðst verð oft af til­boðum og samningum sem geta verið oft mun betri en opin­ber gjald­skrá gefur til kynna.

Þá eru einnig sett stór spurninga­merki við það að bera saman sjó­flutnings­verð í gáma­flutningum við Baltic Dry vísi­töluna sem Eim­skip segir að mæli allt annan markað. Vísi­talan mælir kostnað við „bulk-flutninga” á kolum, járn­grýti- og korni sem á afar lítið við ís­lensku skipa­fé­lögin.

Upphafspunkturinn sem var notaður til að sýna verðlækkanir í „bulk-flutningum”

„Sam­hliða því að vera slæmur mæli­kvarði á gáma­flutnings­verð er sú á­kvörðun að velja 1. júní 2008 sem upp­hafs­punkt er horft fram hjá þeirri gríðar­legu hækkun sem átti sér stað skömmu áður,” segir í uppgjöri Eimskips.

Í frum­mati Analyti­ca er tekið fram að á meðan Baltic Dry-vísi­talan lækkaði, hækkaði verð hjá ís­lensku skipa­fé­lögunum. Líkt og sjá má á myndinni rauk vísi­talan upp skömmu áður og er toppurinn notaður sem upp­hafs­punktur hjá Sam­keppnis­eftir­litinu, sem Analyti­ca þurfti að vinna eftir.