Elísa Arna Hilmars­dóttir, hag­fræðingur Við­skipta­ráðs, segir ríkis­stjórnina hafa verið í dauða­færi til að grípa til al­menni­legra að­gerða og hafa á­hrif á verð­bólgu.

Þensla og verð­bólga er langt yfir mark­mið og því væri eðli­legt að að­hald ríkis­fjár­málanna væri tals­vert meira en raun ber vitni.

„Í stað þess að verja ó­væntum tekju­auka ríkisins, sem á rætur sínar að rekja til aukinnar verð­bólgu, í niður­greiðslu skulda svo kveða megi niður hinn í­þyngjandi og sí­vaxandi vaxta­kostnað ríkis­sjóðs vinnur ríkis­stjórnin bein­línis gegn mark­miðum peninga­stefnunnar með gegndar­lausri út­gjalda­aukningu,” skrifar Elísa á Vísi en hún gefur lítið fyrir að­gerðirnar sem ríkis­stjórnin kynnti á dögunum.

„Frum­varp til fjár­laga og af­greiðsla þess gefur skýra mynd af að­halds­leysinu sem hefur ríkt og því tak­markaða jafn­vægi sem er til staðar í rekstri ríkis­sjóðs. Heildar­tekjur ríkis­sjóðs í ár hafa vaxið um 117 ma. kr. á milli frum­varps til fjár­laga og fjár­mála­á­ætlunar. Sam­fara þessari tekju­aukningu hafa út­gjöldin aukist um 82 milljarða króna í með­förum þingsins. Hér býður ríkis­stjórnin hættunni heim, en að verja slíkum ó­væntum og skamm­vinnum tekju­auka í varan­lega út­gjaldaukningu er á skjön við grunn­gildi laga um opin­ber fjár­mál er snúa að var­færni.“

Elísa segir að lögð sé á­hersla á að komast já á­kvörðunum eða að­stæðum sé geta haft ó­fyrir­séðar haft ó­fyrir­séðar eða nei­kvæðar af­leiðingar. Sum­sé, ekki raska jafn­vægi á milli tekna og gjalda ríkis­sjóðs.

Aukið að­hald ríkis­fjár­málanna hefði aftur á móti í för með sér marg­vís­leg já­kvæð á­hrif.

Máli sínu til stuðnings vitnar Elísa í Peninga­mál Seðla­banka Ís­lands en þar er að finna sýni­dæmi um mögu­leg á­hrif hraðari aukningar á að­haldi ríkis­fjár­mála á þjóðar­bú­skapinn. Þar er gert ráð fyrir að að­hald ríkis­sjóðs skili um 60 ma.kr. meiri bata í ár og um 45 ma.kr. meiri bata á því næsta en grunn­spá bankans gerir ráð fyrir.

„Rétt er að vekja at­hygli á því að að­haldið er minna en sem nemur ó­væntum tekju­auka þessa árs,“ skrifar Elísa.

Hún bendir rétti­lega á að­halds­að­gerðir á út­gjalda­hlið hafa jafnan meiri á­hrif en að­gerðir á tekju­hlið ríkis­fjár­mála.

„Að­halds­að­gerðir á tekju­hlið hafa ó­bein á­hrif í gegnum ráð­stöfunar­tekjur lands­manna og út­gjalda­á­kvarðanir þeirra á sama tíma og að­hald út­gjalda hefur bein á­hrif á hag­vöxt í gegnum eftir­spurn hins opin­bera eftir vörum og þjónustu,“ segir Elísa og bætir við að ó­víst sé með öllu hvort að­gerðir á tekjulið sem í dag­legu tali kallast skatta­hækkanir, skili raun­veru­legum á­bata þegar allt kemur til alls, en þær að­gerðir hafa á­hrif á efna­hags­lega hvata og geta því stuðlað að breyttri hegðun.

„Það var á­kveðin til­hlökkun og eftir­vænting í loftinu þegar að ríkis­stjórnin kynnti að­gerðir til að vinna gegn verð­bólgunni í vikunni. Þar bárust fréttir af því að af­koma ríkis­sjóðs yrði bætt með til að mynda frestun á fram­kvæmdum og minni launa­hækkunum þing­manna og æðstu em­bættis­manna en við­mið laga gera ráð fyrir. Það voru þó tölu­verð von­brigði að nær allar að­gerðirnar miða við tíma­bilið 2024 til 2028 en nauð­syn­legt er að grípa til að­gerða strax á þessu ári. Það er auk þess ekkert nýtt undir sólinni í þetta skiptið en að­hald út­fært í fjár­lögum 2024 bætir af­komu ríkis­sjóðs um 9 ma. kr. á sama tíma og tekju­ráð­stafanir fyrir fjár­lög næsta árs nema 18,4 ma.kr,“ skrifar Elísa.

„Nær­tækara væri að ráðast í frekari til­tekt á út­gjalda­hliðinni líkt og Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðurinn og Seðla­bankinn benda á. Þannig má ná verð­bólgunni niður með bæði hraðari og skil­virkari hætti sem að lokum stuðlar að lægra vaxta­stigi en ella. Viður­eignin við verð­bólguna er nú eitt brýnasta verk­efnið á vett­vangi hag­stjórnar og kallar á sam­stillt átak allra, ekki bara ríkis­stjórnarinnar, en dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að leggja sitt af mörkum verður varla aug­ljósara,“ skrifar Elísa að lokum.