Jamie Dimon, for­stjóri JP­Morgan Chase bankans, sakaði í morgun seðla­banka heimsins um að hafa haft „100% rangt fyrir sér“ þegar þeir gerðu hag­spár sínar fyrir 18 mánuðum síðan. Að hans mati ættu seðla­bankar að sýna smá hóg­værð í kjöl­farið þegar þeir spá um á­standið á næsta ári.

Dimon var gestur á fjár­festinga­ráð­stefnu í Sádi-Arabíu í morgun, þar sem hann dró í efa getu ríkis­stjórna og seðla­banka til þess að takast á við nú­verandi efna­hags­á­stand með til­heyrandi verð­bólgu sam­hliða því að reyna leyfa hag­vexti að ná fram.

Jamie Dimon, for­stjóri JP­Morgan Chase bankans, sakaði í morgun seðla­banka heimsins um að hafa haft „100% rangt fyrir sér“ þegar þeir gerðu hag­spár sínar fyrir 18 mánuðum síðan. Að hans mati ættu seðla­bankar að sýna smá hóg­værð í kjöl­farið þegar þeir spá um á­standið á næsta ári.

Dimon var gestur á fjár­festinga­ráð­stefnu í Sádi-Arabíu í morgun, þar sem hann dró í efa getu ríkis­stjórna og seðla­banka til þess að takast á við nú­verandi efna­hags­á­stand með til­heyrandi verð­bólgu sam­hliða því að reyna leyfa hag­vexti að ná fram.

Sóun í ríkisfjármálum vandamál

„Út­gjöld ríkis­sjóða hafa aldrei verið meiri á friðar­tímum og það er þessi al­mættis trú á að seðla­bankar og ríkis­stjórnir geti stýrt sig í gegnum þetta allt. Ég er mjög aðgætinn gagn­vart því sem mun gerast á næsta ári,“ sagði Dimon en The Guar­dian greinir frá.

Dimon líkti nú­verandi á­standi við út­gjalda­brjál­æði áttunda ára­tugarins þegar það var mikil sóun í ríkis­fjár­málum að hans mati. Hann gaf einnig lítið fyrir á­hrif hárra stýri­vaxta.

„Ég held það hafi engin á­hrif hvort vextir hækki um 25 punkta eða meira. Hvort sem kúrvan fari upp um 100 punkta, verið bara undir­búin fyrir það, þó að ég viti ekki hvort það gerist,“ sagði Dimon.