Í Fjár­mála­stöðug­leika, riti Seðla­bankans, segir að um­svif á byggingar­markaði séu enn mikil og nýjum full­byggðum í­búðum sem koma inn á markaðinn gæti fjölgað á milli ára m. v. fjölda ný­bygginga í septem­ber.

Seðla­bankinn gerir í ritinu ráð fyrir 400 fleiri í­búðum á höfuð­borgar­svæðinu í ár en Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun.

Ó­líkt því sem Sam­tök iðnaðarins og HMS hafa haldið fram, segir Seðla­bankinn að það sé ó­ljóst hvort búast megi við færri nýjum í­búðum inn á markaðinn á næstunni.

Ingólfur Bender, aðal­hag­fræðingur Sam­taka Iðnaðarins, segir Seðla­bankann missa marks með því að skoða ekki fram­vindu­stig í­búða og fólks­fjölgun.

Samkvæmt talningu HMS er íbúðum að fyrsta framvindustigi ekki að fjölga og verktakar að einblína á íbúðir á seinni stigum.

„Þeir eru að reikna með því að það komi 400 fleiri full­búnar í­búðir inn á markaðinn á þessu ári en HMS spáði fyrir um. Það færir þá heildar­fjölda í­búða rétt yfir 3.200 á árinu. Við erum ekki að rengja það og fögnum því ef svo sé en þrátt fyrir aukninguna er fjöldi full­búinna í­búða sem er að koma inn á markaðinn í ár ekki í takti við fólks­fjölgunina í landinu,“ segir Ingólfur og bendir á að meira þarf ef duga skal.

„Við erum með fólks­fjölgun sem er sirka þúsund á mánuði það sem af er ári og því stefnir í að fólks­fjölgun í ár verði kringum 12.000 sem er við­líka og í fyrra. Við verðum þá með sömu stöðu og í fyrra, það eru fjórir nýir í­búar um hverja nýja íbúð. Al­mennt er talað um að það hlut­fall ætti að vera mun lægra eða um 2-2,5 nýir í­búar um hverja nýja íbúð. Fjöldi nýrra í­búða er því ekki að mæta þörf.“

Heimild: Fjármálastöðugleiki Seðlabanka Íslands.

Sam­kvæmt nýjustu talningu HMS fóru færri ný byggingar­verk­efni af stað milli síðustu tveggja talninga en áður. Fram­kvæmdir hófust á 1.583 íbúðum milli talninga, þ. e. milli september á síðasta ári og mars á þessu ári.

Í septembertalningunni voru nýjar fram­kvæmdir 2.574 og í marstalningunni 2022 voru þær 2.687.

Í­búðum á síðari byggingar­stigum hefur fjölgað meira sem gefur til kynna að verk­takar séu að setja verk­efni í for­gang sem eru þegar hafin.

Í­búðum á fyrsta framvindustigi standa í stað milli talninga HMS en þeim hefur vanalega fjölgað.

„Erum að sjá samdrátt á fyrstu byggingarstigum“

Ingólfur segir Seðla­bankann rétti­lega benda í Fjár­mála­stöðug­leika að jafn­vægi hafi náðst með til­liti til verð­þróunar þar sem stýri­vaxta­hækkanir hafi náð að bremsa á eftir­spurnina

„Þar sem stýri­vaxta­hækkanir seðla­bankans hafa náð að bremsa eftir­spurnina. Það er í sjálfu sér já­kvætt út frá verð­bólgu­þróuninni. Það hjálpar til við að ná verð­bólgunni niður í átt að verð­bólgu­mark­miði seðla­bankans,“ segir Ingólfur.

Hann segir þó að það fylgi þessum hækkunum vaxta­hliða­reikningur en vextirnir bíta líka á fram­boðs­hliðina og hækka byggingar­kostnað.

„Á sama tíma og við erum að byggja undir þörf er út­lit fyrir að það dragi úr fjölda full­búinna í­búða. Í þessu sam­bandi erum við að sjá að það er að draga saman á fyrstu byggingar­stigum. Mér finnst Seðla­bankinn missa að­eins af í þessari um­ræðu. Í byggingar­ferlinu þar sem arki­tektar og verk­fræðingarnir eru fremstir erum við að greina sam­drátt. Í því sam­hengi erum við að sjá að veltan er að dragast saman. Þetta er vís­bending um hvert heildar­upp­bygging í­búða stefnir í á næstunni.“

„Í sam­tölum við fé­lags­menn Sam­taka iðnaðarins á þessu sviði heyrum við að það er sam­dráttur á þeim hluta markaðarins er snýr að í­búðar­upp­byggingu. Þetta er kanarí­fuglinn í námunni þ.e. þeir aðilar sem sýna fyrst merki um hvert stefnir,“ segir Ingólfur.

Hann segir að það verði að hafa í huga þegar verið er að rýna í tölur um í­búða­upp­byggingu að byggingar­iðnaðurinn er fást við margt annað.

„Þegar menn eru að horfa á heildar­um­svif greinarinnar eins og starfs­manna­fjölda, heildar­veltu og svo fram­vegis þá er þar undir fullt af annarri upp­byggingu en í­búðar­upp­byggingu.“

Íbúðafjárfesting aðeins einn þriðji umsvifa

„Heildar­tölur fyrir greinina gefa oft mjög ranga mynd af stöðu í­búðar­byggingar. Ef maður rýnir svo dæmi sé tekið í þjóð­hags­reikninga­gögnin um fjár­festingu þá er í­búða­fjár­festing tæp­lega einn þriðji á móti inn­viða­upp­byggingu hins opin­bera og síðan upp­bygging á mann­virkjum at­vinnu­veganna. Síðan koma öll við­halds­verkin til við­bótar,“ segir Ingólfur.

„Það getur verið mjög villandi að túlka heildar­fjölda starfandi fólks í byggingar­iðnaði eða veltu­tölur fyrir greinina í heild sem vís­bendingu um þróun í í­búða­upp­byggingu. Skýr mynd af þróun þess hluta byggingar­iðnaðarins fæst ekki nema að kíkja betur undir húddið,“ segir Ingólfur að lokum.