Elon Musk hefur staðfest í færslu á samfélagsmiðlinum X að hann hafi ekki haft neitt annað val en að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins frá San Francisco. Færslan kom sem svar við frétt New York Times þar sem sagt var að verið væri að flytja starfsfólkið til San Jose og Palo Alto.
Tilkynningin kemur nokkrum vikum eftir að Musk sagði að hann myndi flytja X og eldflaugafyrirtæki sitt SpaceX til Texas.
Flutningurinn er vegna nýrra laga í Kaliforníu sem meina starfsfólki skóla um að gefa upplýsingar um kynvitund eða kynhneigð barna án þeirra samþykkis. Musk hafði áður sagt að lögin hefðu verið kornið sem fyllti mælinn.
„Við höfum ekkert val. Það er ómögulegt að starfa í San Francisco ef þú þarft að vinna með greiðslur. Þess vegna neyddust Stripe, Block (CashApp) og aðrir að flytja,“ sagði Musk meðal annars á X.