skýrsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum málar upp svarta mynd af breska hagkerfinu sem óx um 0,1% árið 2023 og mun koma til með að vaxa um 0,7% í ár. Andstæðingar Brexit segja skýrsluna staðfesta að útganga Breta úr ESB hafi sogað lífskraftinn úr breska hagkerfinu.

Greiningin kemur á sama tíma og Sir Keir Starmer, nýkjörinn forsætisráðherra Bretlands, reynir að endurstilla samskipti Bretlands við ESB.

Þá mun forsætisráðherrann einnig taka á móti evrópskum leiðtogum í Blenheim-höll í vikunni en Nick Thomas-Symonds, nýr ráðherra Bretlands í ESB, var á dögunum í Brussel að hefja viðræður um nýjan Brexit-samning.

Skýrslan segir jafnframt að Bretar séu á eftir flestum þróuðum ríkjum þegar kemur að hagvexti. Þróuð ríki munu koma til með að vaxa um 1,8% á þessu ári, samanborið við 3,2% meðaltal á heimsvísu.

Gagnrýnendur Brexit segja að nýjasta greining AGS sé sönnun þess að Brexit sé að halda aftur breska hagkerfinu.

„Spár AGS fyrir Bretland eru ekki að reynast góður lestur fyrir okkur öll. Flest af okkur höfum fundið fyrir áhrifum hagkerfisins undanfarin ár, hvort sem það eru vikuleg matarinnkaup, atvinnutækifæri, opinber þjónusta eða almenn lífsgæði,“ segir Dr. Mike Galsworthy, formaður Evrópuhreyfingarinnar í Bretlandi.