Bakka­vör, sem er í meiri­hluta­eigu meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, segir verkalýðs­félagið Unite the Union hafa viður­kennt í ís­lenskum fjölmiðlum að mark­mið þess sé að reka alþjóð­lega her­ferð gegn fyrir­tækinu og hagaðilum þess.

Í frétta­til­kynningu frá Bakka­vör segir að fram­setning verkalýðs­félagsins hér­lendis hafi verið villandi og að mati fyrir­tækisins sýnir þetta að verkalýðs­félagið vilji ekki leysa deiluna við samninga­borðið.

„Verk­fallið hefur staðið í sex vikur og Bakka­vör hefur sýnt ríkan vilja til samninga allan tímann. Fyrir­tækið hefur lagt fram til­boð um launa­hækkun um­fram verðbólgu auk ein­greiðslu upp á 350 pund (62.629 krónur) en verkalýðs­félagið hefur kallað til at­kvæða­greiðslu um til­boðið og mælt með að því verði hafnað,“ segir í til­kynningu félagsins.

Full­trúar stéttarfélagsins hafa mætt hingað til lands til að varpa harðorðum skila­boðum á hús víða um borgina til að reyna at­hygli hér­lendis.

Ágúst og Lýður eru með skrifstofu á Eyjaslóð úti á Granda og fór sendi­nefnd verkalýðs­félagsins að skrif­stofu þeirra bræðra til að mótmæla í gær.

Þá hafa full­trúar félagsins verið í viðtölum í ís­lenskum fjölmiðlumen af þeim sökum sendi Bakka­vör frá sér til­kynningu í morgun þar sem félagið vill leiðrétta villandi fram­setningu verkalýðs­félagsins.

Úr frétta­til­kynningu Bakka­varar:

Nokkrar stað­reyndir:

• Verkalýðs­félagið heldur því rang­lega fram að 700 félagar þess í Sp­alding séu í verk­falli. Það má vel vera að félagið sé með 700 félaga í Sp­alding af þeim 1400 sem þar starfa, en það eru aðeins um 450 manns sem ekki mæta til vinnu.

• Meira ein tveir þriðju af vinnu­félögum okkar, meira en 950 manns, hafa ekki tekið þátt í verk­fallinu og mæta til vinnu eins og venju­lega. Við kunnum þeim miklar þakkir fyrir hollustuna og stuðninginn við aðstæður þar sem reynt er að trufla starf­semina og sverta.


• Verkalýðs­félagið hefur ítrekað sakað Bakka­vör um greiða smánar­laun en sann­leikurinn er allt annar. Í septem­ber setti Bakka­vör fram nýtt til­boð um 7,8% til þeirra sem eru á lægstu laununum og 6,4% til allra annarra – vel yfir fram­færslu­viðmiðum í Bret­landi og einnig yfir verðbólgu sem nú er 1,7%


• Á síðustu þremur árum hefur neyslu­vísi­talan í Bret­landi hækkað um 21% á sama tíma og lægstu laun í Sp­alding hafa hækkað um 22,8% og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tíma­bilsins. Þar fyrir utan hafa ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tíma­bil.


• Staðhæfingar verkalýðs­félagsins um ára­langa raun­lækkun launa kunna að vekja hörð viðbrögð en eru al­gjör­lega for­sendu­lausar. Raun­veru­leikinn er sá að Bakka­vör hefur lagt hart að sér að verja starfs­fólk við aðstæður þar sem verðlag hefur hækkað svo mikið að krísa hefur skapast, krísa sem mörg önnur fyrir­tæki hafa ekki getað tekist á við.


• Til viðbótar við hækkunina sem boðin var í septem­ber hefur Bakka­vör boðið öllu starfs­fólki í Sp­alding 350 punda ein­greiðslu til að reyna að fá fólk aftur til starfa. Samnings­vilji hjá Bakka­vör er því svo sannar­lega til staðar og áttu full­trúar fyrir­tækisins sam­tal við verkalýðs­félagið í síðustu viku.


• Starfs­fólk nýtur að auki ýmissa hlunninda eins líf­trygginga, persónu­legra slysa­trygginga og hefur það enn fremur að­gengi að fjöl­breyttum smásölu­afslætti og mikið niður­greiddri mat­vöru í starfs­manna­verslun Bakka­varar.


• Í Bret­landi hefur launa­hækkunum Bakka­varar verið vel tekið á hinum 20 starfs­stöðvum fyrir­tækisins þar sem 13.500 starfs­menn hafa þegið hana á meðan starfs­fólk í Sp­alding bíður vegna verk­fallsað­gerðanna. 


• Fólk er ánægt í starfi hjá Bakka­vör. Starfs­aldursviður­kenningar hafa verið veittar fleiri en fjögur þúsund starfsmönnum, fyrir 5-35 ára starfs­aldur, og þetta sannar að fólk vill vinna hjá Bakka­vör til lengri tíma. Þetta er orðið sjald­gæft í iðnaði í dag en er til marks um góðan vinnustað.


• Fyrir­tækið er skráð á markað og það er skylda okkar að reka fyrir­tækið með sjálf­bærum og ábyrgum hætti, yfir allar 21 starfs­stöðvar fyrir­tækisins. Við teljum að til­boð Bakka­varar sé mjög sann­gjarnt miðað við starfs­um­hverfi fyrir­tækisins. Verkalýðs­félagið hefur rétt á að heyja sína baráttu en það er skylda okkar, gagn­vart nær­sam­félaginu þar sem við sköpum störf, gagn­vart hlut­höfum og við­skipta­vinum að reka fyrir­tækið með sjálf­bærni og sann­girni að leiðar­ljósi. Bret­land er að koma út úr heims­far­aldri sem hefur haft veru­leg áhrif á fram­færslu­kostnað og það er því enn mikilvægara fyrir okkar rekstur að skapa verðmæti fyrir sam­félagið.


• Samþykki verkalýðs­félagið ekki til­boð Bakka­varar í at­kvæða­greiðslu er deilan í hnút og Bakka­vör mun áfram leita leiða svo allt starfs­fólk í Sp­alding fái aftur­virka launa­hækkun og bónus fyrir jól eins og starfs­fólkið vonast sjálft eftir.