Sam­tök fyrir­tækja í sjávar­út­vegi (SFS) taka undir með Sam­tökum at­vinnu­lífsins og leggjast gegn frum­varpi at­vinnu­vega­nefndar Al­þingis um for­gangs­orku í núverandi mynd.

Sam­tök iðnaðarins hafa einnig lagst gegn frum­varpinu sem hefur vakið hörð við­brögð en SI segja frum­varpið færa Ís­land 20 ár aftur í tímann.

Í um­sögn sinni sögðu SI einnig Orku­stofnun og Höllu Hrund Loga­dóttur orku­mála­stjóra van­hæfa til að mið­stýra raf­orku­notkun líkt og frum­varpið leggur til.

SFS bætir í að veki sér­staka at­hygli á sér­stöðu land­eldis þegar kemur að því að tryggja af­hendingar­öryggi raf­orku.

„Örugg og stöðug af­hending raf­orku er grund­vallar­for­senda þess að unnt sé að ala fisk á landi. Raf­orka nýtist við ýmsa þætti starf­seminnar en er fyrst og fremst nauð­syn­leg til að tryggja stöðuga dælingu vatns og inn­flæði súr­efnis sem er for­senda þess að eldis­fiskur haldi lífi. Raf­orku­þörf í land­eldi er al­mennt stöðug yfir eldis­tímann sem gerir það að verkum að svig­rúm land­eldis­fyrir­tækja til að bregðast við tíma­bundnum skerðingum á af­hendingu raf­orku er veru­legum tak­mörkunum háð,“ segir í um­sögn SFSí sam­ráðs­gáttinni.

Sam­tökin segja að til að gæta að vel­ferð eldis­fiska sé því ó­hjá­kvæmi­legt að grípa til notkunar vara­afls við minnstu truflanir eða skerðingar. Veitu­r­af­magn í land­eldis­stöðvum er al­mennt bak­tryggt með dísilvara­afls­stöðvum ef raf­orku­af­hending inn til stöðvarinnar skerðist tíma­bundið.

„Vara­afl­stöðvar eru þó al­mennt ekki hannaðar til að sinna öðru en lág­marks­raforku­þörf og geta ekki talist raun­hæfur kostur til að bregðast við um­fangs­miklum eða lang­tíma­skerðingum. Hafa ber í huga að á­form um land­eldi eru mis­langt á veg komin en heild­stætt má segja að ís­lenskt land­eldi sé í upp­byggingarfasa og að fjár­festingar­þörf sé mikil. Þó að ekki sé endi­lega fyrir­séð að land­eldis­fyrir­tæki muni teljast til stór­not­enda innan gildis­tíma fyrir­hugaðra laga er ljóst að uppi eru á­form um land­eldi sem munu falla þar undir til lengri tíma litið,“ segir enn fremur í um­sögn SFS.

„Hætt er við því að ó­vissa um af­hendingar­öryggi raf­orku til stór­not­enda til lengri tíma litið muni draga úr fjár­festingar­vilja í land­eldi og hægja veru­lega á þeirri upp­byggingu sem fyrir­huguð er, með til­heyrandi sam­fé­lags­legu tjóni.“

Að lokum telja sam­tökin að til staðar þurfi að vera skýr heimild til að veita undan­þágu frá skerðingu til stór­not­enda sem 1) fyrir­sjáan­lega verða fyrir veru­legu tjóni komi til skerðinga og/eða 2) þurfa að grípa til um­fangs­mikillar notkunar vara­afls til þess að bjarga verð­mætum og gæta að dýra­vel­ferð.