IPhone þjófar um öll Bandaríkin eru að læsa fólk út af Apple reikningum sínum og tæma bankareikninga þeirra. Stundum áður en fórnarlömbin vita hvað gerðist. Þetta segir Wall Street Journal.
Í sjónvarpsfrétt blaðsins er meðal annars tekið viðtal við konu. Hún stóð fyrir utan bar í New York þegar símanum hennar var stolið úr höndunum á henni.
Innan þriggja mínútna var búið að breyta lykilorðinu á Apple reikningnum hennar og stela jafnvirði hundruðum þúsunda króna af bankareikningi hennar.
Í fréttinni hér að neðan er farið yfir hvernig þjófarnir fara að og hvernig fólk getur varið sig.