Samkvæmt niðurstöðum fagráðs samræmist núverandi veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fagráðið sendi frá sér í dag.

Fagráði um velferð dýra barst beiðni frá Matvælastofnun þann 22. maí sl., þar sem ráðið var beðið um að veita faglegt álit á því hvort hægt sé að stunda veiðar á stórhvelum þannig að mannúðleg aflífun þeirra sé tryggð.

Ráðið segist sammála þeirri niðurstöðu sem kom fram í eftirlitsskýrslu MAST, um að þriðjungur þeirra hvala sem veiddir voru á vertíð 2022 hafi háð langt dauðastríð.

Samkvæmt niðurstöðum fagráðs samræmist núverandi veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fagráðið sendi frá sér í dag.

Fagráði um velferð dýra barst beiðni frá Matvælastofnun þann 22. maí sl., þar sem ráðið var beðið um að veita faglegt álit á því hvort hægt sé að stunda veiðar á stórhvelum þannig að mannúðleg aflífun þeirra sé tryggð.

Ráðið segist sammála þeirri niðurstöðu sem kom fram í eftirlitsskýrslu MAST, um að þriðjungur þeirra hvala sem veiddir voru á vertíð 2022 hafi háð langt dauðastríð.

Í greiningunni kemur meðal annars fram að það taki sjö mínútur að endurhlaða skutulbyssu, sem er lágmarks tími sem tekur til að skjóta öðru skoti til að reyna aflífa hval sem ekki hefur drepist í fyrsta skoti. Við það bætist að ekki er alltaf auðvelt að komast í gott eða hentugt færi og getur þá liðið upp í allt að 22 mínútur á milli skota.

„Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun,” segir í greiningunni.