Neytendastofa hefur sektað 13 fyrirtæki sem halda úti 16 veitingastöðum í mathöllum fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Sektarfjárhæð nemur 50 þúsund krónum fyrir hvern stað.

Í kjölfar ábendinga um að magnstærðir drykkja vantaði á matseðla margra veitingastaða í mathöllum athuguðu fulltrúar Netendastofu verðmerkingar hjá 54 veitingastöðum.

Stofnunin gerði athugasemdir við 37 staði. Á 28 stöðum voru verðmerkingar til staðar en skorti magnupplýsingar drykkja.

Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt þá veitingastaði sem bættu ekki verðmerkingum innan tilskilins frests.

Veitingastaðirnir sem fengu sekt

Fyrirtæki (veitingastaður) Mathöll
Natalía ehf. Vera
KO.RE.- veitinga og veisluþjónusta ehf. Grandi og Kringlan
WOKON Mathöll ehf. Höfði
Tokyo veitingar ehf. (Tokyo Sushi) Kringlan
SHRÍ ehf. (Tandoori Palace) Höfði
Pronto Pasta ehf. Borg29
HOLD veitingar ehf. (Akur og Fuego) Hafnartorg og Hlemmur
Hipstur borg ehf. Borg29
Brand Vín & Grill ehf. Hafnartorg
Kualua ehf. Hafnartorg
Næra ehf. Vera
Yuzu Borgartún ehf. Borg29
Beef and buns ehf. (Höfða) Höfði