Neytendastofa hefur sektað 13 fyrirtæki sem halda úti 16 veitingastöðum í mathöllum fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Sektarfjárhæð nemur 50 þúsund krónum fyrir hvern stað.
Í kjölfar ábendinga um að magnstærðir drykkja vantaði á matseðla margra veitingastaða í mathöllum athuguðu fulltrúar Netendastofu verðmerkingar hjá 54 veitingastöðum.
Stofnunin gerði athugasemdir við 37 staði. Á 28 stöðum voru verðmerkingar til staðar en skorti magnupplýsingar drykkja.
Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt þá veitingastaði sem bættu ekki verðmerkingum innan tilskilins frests.
Veitingastaðirnir sem fengu sekt
Mathöll |
Vera |
Grandi og Kringlan |
Höfði |
Kringlan |
Höfði |
Borg29 |
Hafnartorg og Hlemmur |
Borg29 |
Hafnartorg |
Hafnartorg |
Vera |
Borg29 |
Höfði |