Neytendastofa hefur sektað Happyworld um 200 þúsund krónur vegna auglýsinga á fisflugi en óheimilt er að fljúga fisi nema til skemmtunar og íþrótta. Mál Neytendastofu hófst með ábendingu frá Smágöngustofu.
Í umræddri auglýsingu félagsins var boðið upp á útsýnisflug með fisi gegn gjaldi sem samkvæmt framangreindu er óheimilt.
„Mál þetta lýtur að auglýsingum Happyworld ehf. á fisflugi en samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 780/2006, um fis, er óheimilt að fljúga fisi nema til skemmtunar og íþrótta. Þá er kveðið á um í sömu grein að óheimilt sé að fljúga fisi í atvinnuskyni, til flutninga- og verkflugs, sem og til annarra starfa að frátöldu flugi til kennslu, þjálfunar og próftöku,“ segir í ákvörðun Neytendastofu.
Með vísan til framangreindra sjónarmiða taldi Neytendastofa að brot Happyworld ehf. hafi verið alvarlegt auk þess að það hafi strítt gegn góðum viðskiptaháttum.
„Að teknu tilliti til þessa, jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga, telur Neytendastofa hæfilegt að leggja á Happyworld ehf. stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 200.000.“