Globus ehf., sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu áfengis og tóbaks, hagnaðist um 148 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 182 milljónum.
Rekstrartekjur námu 4,2 milljörðum og hækkuðu um 2% á milli ára.
Stjórn félagsins lagði til að 120 milljónir yrðu greiddar út til hlutahafa á þessu ári en í fyrra var sama fjárhæð greidd út.
Framkvæmdastjórinn Börkur Árnason á fjórðungshlut í félaginu.
Lykiltölur / Globus
2022 | |||||||
4.126 | |||||||
1.386 | |||||||
728 | |||||||
182 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.