Gæðabakstur hagnaðist um 172 milljónir króna á síðasta ári sem er svipuð afkoma og árið áður er hagnaður nam 178 milljónum.
Rekstrartekjur námu ríflega 3,2 milljörðum og jukust um 11% frá fyrra ári. Framleiðslukostnaður jókst að sama skapi um 13% og nam 2 milljörðum.
Vilhjálmur Þorláksson er framkvæmdastjóri Gæðabaksturs og á jafnframt 20% hlut í félaginu. Viska hf., sem er í eigu dansks félags, á eftirstandandi 80% hlut.
Lykiltölur / Gæðabakstur
2022 | |||||||
2.931 | |||||||
2.254 | |||||||
941 | |||||||
178 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.