Bandarísk yfirvöld hafa handtekið stofnanda og forstjóra heilbrigðisfyrirtækisins Done, Ruthia He, fyrir að hafa rekið 100 milljóna dala svikamyllu á lyfinu Adderall og öðrum lyfsskyldum lyfjum.

Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að fyrirtækið hefði dreift yfir 40 milljónum pilla af Adderall og annarra efna til einstaklinga sem þyrftu ekki á því að halda.

Ráðuneytið segir að stjórnendur fyrirtækisins hefðu nýtt sér fjarskiptareglur um lækningar sem voru víkkaðar út á meðan heimsfaraldur stóð yfir. Done Global, sem var sprotafyrirtæki í San Francisco, varð vinsælt á þeim tíma þar sem fólk gat keypt Aderall á netinu með því að greiða mánaðarlegt áskriftargjald.

Ruthia He var handtekin í Los Angeles og var samstarfsmaður hennar, David Brody, einnig handtekinn í San Rafael. Ef þau verða fundin sek gætu þau átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi.

Adderall er lyf sem hjálpar fólki með athyglisbrest að halda einbeitingu en ákæran kemur samhliða miklum skorti á lyfinu í Bandaríkjunum.