Hollenska félagið Total Specific Solutions greiddi tæplega 3,5 milljarða króna fyrir íslenska hugbúnaðarfyrirtækið DK hugbúnað. Gengið var frá kaupunum í desember. Félagið var að mestu í eigu stofnanda félagsins, sem flestir starfa enn hjá félaginu. Fyrirtækið hóf starfsemi í desember árið 1998 og setti sína fyrstu vöru á markað í ársbyrjun 2001.
Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2019 var stærsti hluthafinn félagið Haf investments, með um 18% hlut, en það er í eigu Hafþórs Hafliðasonar, og fær miðað við kaupverðið yfir 600 milljónir króna í sinn hlut við söluna. Þá áttu sex núverandi og fyrrverandi lykilstarfsmenn um 12% í félaginu hver um sig. Þeir fá því hver fyrir sig yfir 400 milljónir króna í sinn hlut. Þar á meðal eru bræðurnir Dagbjartur og Magnús Pálssynir, framkvæmdastjórar DK hugbúnaðar.
Fyrirtækið hefur einna helst einbeitt sér að því að þróa hugbúnaðarlausnir fyrir fyrirtæki sem sérsniðnar eru að íslensku umhverfi og er með yfir 6.000 viðskiptavini hér á landi. „Við þróum og seljum almennan viðskiptahugbúnað fyrir nánast öll fyrirtæki á Íslandi, með fjölda sérlausna,“ segir Dagbjartur.
Farið var að hug að sölu félagsins þar sem nokkrir stofnendanna voru að nálgast eftirlaunaaldur og höfðu hug á því að selja hlut sinn í fyrirtækinu.
Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:
- Sagt er frá útrás Rafnars til Bandaríkjanna.
- Ítarlegt viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um stöðu efnahagsmála og horfur til framtíðar.
- Stiklað er á stóru um æviskeið ofurdeildarinnar en hún lifði hratt og dó ung.
- Framkvæmdastjóri Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa ræðir um þá grósku sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár.
- Samtök iðnaðarins telja að hugverkageirinn eigi mikið inni sem fjórða stoð hagkerfisins.
- Formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna svarar forstjóra Bláfugls fullum hálsi varðandi kjaradeilu félaganna.
- Kristín Soffía Jónsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Icelandic Startups er tekinn tali.
- Týr er á sínum stað og fjallar um Viðreisn og ESB auk Hugins og munins.