Kín­verski fata­fram­leiðandinn Shein seldi föt fyrir meira en 1,5 milljarða punda í Bret­landi sem sam­svarar um 266 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt upp­gjöri breska dóttur­fé­lagsins, Shein Distri­bution UK Limited, tvö­faldaðist hagnaður fé­lagsins á milli ára og nam 24,4 milljónum punda í fyrra eða um 4,3 milljörðum ís­lenskra króna.

Skatt­spor net­verslunar­risans í Bret­landi tvö­faldaðist einnig á sama tíma og fór upp í 5,7 milljón pund.

Sam­kvæmt við­skipta­blaði The Guar­dian er Shein um þessar mundir að eiga ó­form­leg sam­töl við breska fjár­festa í tengslum við fyrir­hugaða skráningu dóttur­fé­lagsins í kaup­höllina í Lundúnum.