Kínverski fataframleiðandinn Shein seldi föt fyrir meira en 1,5 milljarða punda í Bretlandi sem samsvarar um 266 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.
Samkvæmt uppgjöri breska dótturfélagsins, Shein Distribution UK Limited, tvöfaldaðist hagnaður félagsins á milli ára og nam 24,4 milljónum punda í fyrra eða um 4,3 milljörðum íslenskra króna.
Skattspor netverslunarrisans í Bretlandi tvöfaldaðist einnig á sama tíma og fór upp í 5,7 milljón pund.
Samkvæmt viðskiptablaði The Guardian er Shein um þessar mundir að eiga óformleg samtöl við breska fjárfesta í tengslum við fyrirhugaða skráningu dótturfélagsins í kauphöllina í Lundúnum.