Almennt hlutafjárútboði Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, hefst á morgun og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, 22 maí. Áætlað er að Íslandshótel verði skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar þann 30. maí næstkomandi.

Greint er frá þessu í tilkynningu á vef Íslandsbanka, annars af umsjónaraðila útboðsins. Þar má finna skráningarlýsingu vegna útboðsins og fjárfestakynningu Íslandshótela. Kvika banki er hinn umsjónaraðili útboðsins og hér má finna upplýsingar Kviku banka um hlutafjárútboðið.

Almennt hlutafjárútboði Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, hefst á morgun og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, 22 maí. Áætlað er að Íslandshótel verði skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar þann 30. maí næstkomandi.

Greint er frá þessu í tilkynningu á vef Íslandsbanka, annars af umsjónaraðila útboðsins. Þar má finna skráningarlýsingu vegna útboðsins og fjárfestakynningu Íslandshótela. Kvika banki er hinn umsjónaraðili útboðsins og hér má finna upplýsingar Kviku banka um hlutafjárútboðið.

Til sölu í útboðinu verða 257.209.972 hlutir, eða sem samsvara 41,7% af útgefnu hlutafé Íslandshótela. Tvær tilboðsbækur verða í útboðinu, annars vegar bók A fyrir tilboð frá 100 þúsund krónum upp í 20 milljónir króna og bók B fyrir tilboð yfir 20 milljónir króna.

Verð á hlut í útboðinu er 50,0 krónur í bók A en í tilboðsbók B er lágmarksverð 50,0 krónur fyrir hvern hlut.

Að því gefnu að full áskrift fáist í útboðinu má ætla að heildar söluandvirði fyrir hinn 41,7% hlut sem er til sölu í útboðinu hljóði upp á tæplega 12,9 milljarða króna. Fjárhæðin verður hærri ef verðið í bók B hækkar.

Virði alls hlutafjár Íslandshótela er um 28,3 milljarðar króna miðað við lágmarksgengi í útboðinu. Í fjárfestakynningu félagsins kemur fram að rekstrarvirði (enterprise value) er metið á um 58,5 milljarða miðað við sömu forsendu.

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um skráningaráform Íslandshótela fyrir rúmum mánuði. Félagið er stærsta hótelkeðja landsins og rekur átján hótel með tæplega tvö þúsund herbergi um land allt.

Yfirlit yfir hótel sem tilheyra Íslandshótelum. Mynd tekin úr fjárfestakynningu félagsins.

Ólafur selur yfir 20% hlut

Ólafur D. Torfason, stofnandi Íslandshótela, er stærsti hluthafi félagsins í gegnum félagið ÓDT Ráðgjöf ehf. auk þess sem hann á sjálfur 0,5% hlut í Íslandshótelum. ÓDT Ráðgjöf, sem er í 98% eigu Ólafs, á um 69,1% hlut í Íslandshótelum. Eignarhaldsfélagið mun selja 20,7% af útgefnu hlutafé Íslandshótela í útboðinu og mun þá ÓDT Ráðgjöf ehf. ásamt Ólafi beint eiga samtals 49,0% af hlutafé í Íslandshótelum eftir útboðið.

Fjárfestingafélagið S38 slhf., sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða í gegnum samlagshlutafélögin Kjölfestu og Eddu, er næst stærsti hluthafi Íslandshótela með 22,2% beinan hlut. S38 mun framselja um 40% af hlutafé sínu í Íslandshótelum til þriggja lífeyrissjóða í hluthafahópi sínum; Gildis, Birtu og Stapa fyrir útboðið, alls 8,8% hlut.

Eftirstandandi 60% af hlutum S38 slhf. verða seldir í útboðinu og þar með mun S38 slhf. hverfa úr hluthafahóp félagsins.

Ólafur stofnaði Íslandshótel ásamt Davíði Torfa syni sínum árið 1992.

Gefa starfsmönnum 152 milljóna króna hlut

Þá eiga Íslandshótel 8,11% af eigin hlutum sem verður ráðstafað í útboðinu. Í tilefni skráningar á markað hefur félagið tekið ákvörðun um að gefa 632 fastráðnum starfsmönnum Íslandshótela 3.040.000 hluti í félaginu, eða 0,49% af útgefnu hlutafé. Miðað við 50 króna verðið í tilboðsbók A nemur virði heildar hlutarins sem framseldur verður til starfsmanna um 152 milljónum króna.

Aðrir eigin hlutir félagsins, 46.960.000 hlutir, verða boðnir til sölu með það að markmiði að styðja við fyrirhugaðar fjárfestingar og áframhaldandi vöxt félagsins

Yfirlit yfir áætlaða breytingu á hluthafasamsetningu og samsetningu hluthafahóps að útboðinu loknu. Einnig er samanburðar á stærð útboðsins miðað við önnur almenn hlutafjárútboð hér á landi.

EBITDA-afkoman heldur áfram að batna

Íslandshótel birtu einnig í dag uppgjör fyrsta ársfjórðungs sem var í samræmi við áætlanir félagsins, að því er segir í tilkynningu.

Tekjur Íslandshótela á fjórðungnum námu tæplega 3 milljörðum króna og jukust um 21% milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á fyrsta fjórðungi jukust úr 47 milljónum í 203 milljónir milli ára. Félagið tapaði 727 milljónum króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Eignir Íslandshótela voru bókfærðar á 62 milljarða króna í lok mars síðastliðnum og eigið fé var um 22 milljarðar króna.