Ætla má að bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, eigendur Ikea á Íslandi, fái tugi milljarða króna í sinn hlut við sölu á rekstri Ikea í Eystrasaltsríkjunum, miðað við afkomuna af rekstrinum undanfarin ár. Um leið má ætla að um sé að ræða eina stærstu sölu á erlendu fyrirtæki í eigu Íslendinga á síðustu árum en fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið hvað atkvæðamestur á því sviði.

Ætla má að bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, eigendur Ikea á Íslandi, fái tugi milljarða króna í sinn hlut við sölu á rekstri Ikea í Eystrasaltsríkjunum, miðað við afkomuna af rekstrinum undanfarin ár. Um leið má ætla að um sé að ræða eina stærstu sölu á erlendu fyrirtæki í eigu Íslendinga á síðustu árum en fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið hvað atkvæðamestur á því sviði.

Um 57% eignarhlutur Eignarhaldsfélagsins Hofs í hollensku dótturfélagi sem heldur utan um reksturinn í Eystrasaltslöndunum, FE Corporation B.V., var bókfærður á 7,5 milljarða króna í árslok 2023, í ársreikningi samstæðunnar. Miðað við það var allt hlutafé félagsins metið á rúmlega 13 milljarða króna en ljóst er þó að kaupverðið hefur verið töluvert hærra en það. Bræðurnir áttu 97% hlut í FE Corporation.

Eins og fyrr segir áttu þeir 57% hlut í gegnum Eignarhaldsfélagið Hof. Þá átti hvor fyrir sig 20% hlut í hollenska félaginu í gegnum fjárfestingarfélögin Dexter Fjárfestingar ehf. og Fari ehf. Sigurður Gísli og Jón eiga hvor um sig helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Hofi í gegnum umrædd fjárfestingarfélög.

Í nýjasta ársreikningi Hofs eignarhaldsfélags, sem nær yfir tímabilið 1. september til 31. ágúst 2023, kemur fram að 76% rekstrartekna félagsins á tímabilinu hafi komið frá Eystrasaltslöndunum og 24% frá Íslandi. Rekstrarárið á undan komu 72% af rekstrartekjum frá Eystrasaltslöndunum og 28% frá Íslandi.

164 milljarða verðmat

Þá má til gaman geta að samkvæmt verðmatsreiknivél Keldunnar nemur virði eigin fjár Eignarhaldsfélagsins Hofs samkvæmt EBITDA margfaldara tæplega 164 milljörðum króna. Þess ber þó að geta að umrætt verðmat er ekki fjárfestingarráðgjöf og skal ekki notað til ákvörðunartöku auk þess sem upplýsingar í verðmatinu kunna að vera rangar. Þetta verðmat er gert til fróðleiks, samanburðar og skemmtunar en ekki til þess að sýna endanlegt sölu- eða kaupverð félags.

Til samanburðar má einnig nefna að smásölurisinn Hagar hagnaðist um 5 milljarða króna á síðasta rekstrarári. Markaðsvirði félagsins nemur í dag um 86 milljörðum króna.

Að öllu ofangreindu sögðu, auk þess að teknu tilliti til vinsælda Ikea á heimsvísu, er því ljóst að ekki er óvarlega áætlað að söluverðið á Eystrasaltsstarfseminni hlaupi á tugum milljarða króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér og efni blaðsins hér.