OA eignar­halds­fé­lag, sem er í jafnri eigu Andra Þórs Guð­munds­sonar for­stjóra Öl­gerðarinnar og Októ Einars­sonar, frá­farandi stjórnar­for­manns, hefur selt helming allra hluta sinna í Öl­gerðinni til fjár­festinga­fé­lagsins Bók­sals ehf. Greint er frá þessu í tilkynningum til Kauphallarinnar í morgun.

Bóksal ehf. kaupir 158.181.521 hluti, eða um 5,6% hlut, í Ölgerðinni af OA eignarhaldsfélagi. Gengið í viðskiptunum var 18,725 krónur á hlut og kaupverðið var því tæpir 3 milljarðar króna.

Eig­endur Bók­sals eru hjónin Bogi Þór Sigur­odds­son og Linda Björk Ólafs­dóttir. Við kaupin eignast Bók­sal 5,6% hlut í Öl­gerðinni en fyrir átti fé­lagið 4,71% hlut. Sindrandi, sem einnig er fé­lag í eigu Boga og Lindu, á 10,08% hlut og sam­tals nemur eignar­hlutur hjónanna 20,4% og er um 10,8 milljarðar króna að markaðsvirði.

OA eignar­halds­fé­lag mun á­fram eiga 5,6% hlut í Öl­gerðinni. Fyrirhugað er að eignar­hald OA eignarhaldsfélags breytist með þeim hætti að Andri eignist 75% hlut á móti 25% hlut Októ.

Bogi býður sig fram til stjórnar Ölgerðarinnar

Októ Einars­son til­kynnti í gær að hann væri að kveðja Öl­gerðina eftir 22 ár sem stjórnar­for­maður fé­lagsins. Bogi Þór bjóða sig fram í stjórn á næsta aðal­fundi fé­lagsins.

„Bogi Þór og Linda Björk hafa stutt við Öl­gerðina í orði og á borði allt frá árinu 2016 og ég hlakka til á­fram­haldandi sam­starfs við þau. Við deilum sömu sýn á fram­tíð Öl­gerðarinnar og þau ótal tæki­færi sem blasa við á fjöl­mörgum sviðum. Á sama tíma þakka ég Októ fyrir afar á­nægju­legt og árangurs­ríkt sam­starf. Hann er enn hlut­hafi í Öl­gerðinni og fyrir­tækið nýtur þekkingar hans og reynslu á­fram,“ segir Andri Þór Guð­munds­son, for­stjóri Öl­gerðarinnar.

„Það er afar á­nægju­legt að hafa gengið frá þessum kaupum, enda fá fyrir­tæki eins spennandi og öflug og Öl­gerðin. Vöxtur þess og við­gangur síðustu ár eru dæmi um góða stjórnun og rekstur, há­gæða vöru­úr­val og ný­sköpun og ég hlakka til að takast á við þau fjöl­mörgu skemmti­legu verk­efni og tæki­færi sem bíða Öl­gerðarinnar. Um leið vil ég þakka Októ fyrir sín störf fyrir Öl­gerðina og ég veit að hann verður fé­laginu á­fram innan handar til ráð­gjafar,“ segir Bogi Þór Sigur­odds­son, annar eig­anda Bók­sals.

Hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir reka heildsöluna Fagkaup og fjárfestingafélagið Bóksal.
© Aðsend mynd (AÐSEND)