Danska tækni­fyrir­tækið NILT hefur sam­þykkt 300 milljóna evra yfir­töku­til­boð Taiwan Radiant Opto-Electronics. Kaup­verðið sam­svarar um 46 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Theodor Niel­sen stofnaði NILT fyrir 18 árum síðan með sam­nemanda sínum Brian Bilen­berg í danska tækni­há­skólanum DTU en hann starfar enn sem fram­kvæmda­stjóri fyrir­tækisins.

NILT sér­hæfir sig í nanó­tækni og fram­leiðir afar þunnar linsur sem stærstu raf­tækja­fram­leið­endur heims nota, m.a. snjall­síma­fram­leið­endur.

„Við þurftum frekari fjár­festingu til að skala upp fram­leiðsluna og auka af­köst,“ segir Theodor Niel­sen í sam­tali við Børsen. „En til þess þurftum við líka aukna þekkingu og höfum lengi leitað eftir rétta sam­starfs­aðilanum.“

Stofnendur fá tvo milljarða hvor

NILT sótti 217 milljónir danskra króna í hluta­fjár­aukningu í maí­mánuði á þessu ári. Fjöl­margir danskir fjár­festar tóku þátt, þar á meðal Taiwan Radiant Opto-Electronics.

Sam­kvæmt Niel­sen hófust við­ræður fé­lagsins og taí­vanska fyrir­tækisins um mögu­lega yfir­töku skömmu síðar. Niel­sen segir að þrátt fyrir að fé­lagið hafi sótt fé í maí væri ljóst að til þess að halda á­fram að vaxa þyrfti fyrir­tækið að vera í stöðugum fjár­mögnunar­lotum.

Af þeim sökum var rétta skrefið að sam­þykkja yfir­töku­til­boð frá fjár­sterkum aðila líkt og Taiwan Radiant Opto-Electronics.

Sam­kvæmt Børsen áttu Bilen­berg og Niel­sen enn um 5% hlut í fyrir­tækinu hvor og fá þeir því um 100 milljónir danskra króna við söluna eða um 2 milljarðar ís­lenskra króna.