Fyrirtækið Sealaska, staðsett í Juneau borg í Alaska fylki, hefur fest kaup á íslensku sjáfarafurðarfyrirtækin IceMar og AG Seafood. Gunnar Örlygsson, sem stofnaði IceMar árið 2003 og AG Seafood árið 2008 með meðeigandanum Arthur Galvez, mun áfram reka bæði fyrirtæki, að því er kemur fram í frétt SeafoodSource .
Haft er eftir Gunnari að í viðskiptunum felist spennandi tækifæri fyrir íslensku fyrirtækin að styrka rekstur sinn og veiti þeim aðgang að nýjum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku. IceMar er í eigu Gunnars og eiginkonu hans, Guðrúnar Hildar Jóhannsdóttur, samkvæmt fyrirtækjaskrá.
Sealaska sagði í tilkynningu að kaupin færi fyrirtækinu aðgang að „gæðum og harðneskju (e. rigour) Íslands“. Á sama tíma tilkynnti Sealaska um sölu á bandaríska fyrirtækinu Orca Bay Seafoods.
Fram kemur að IceMar og AG Seafood verði samþætt inn í viðskiptanet dótturfélagsins New England Seafood International (NESI), sem Sealaska keypti í nóvember 2020. NESI er birgðasali sem sérhæfir sig í gæðasjávarafurðum og er með aðsetur í Surrey í Englandi.
„NESI mun spila virkt hlutverk í þróun fyrirtækjanna, er haft eftir Dan Aherne, forstjóra NESI. „Við erum hæstánægð að tuttugu ára samband okkar við þessi tvö fyrirtæki hafi leitt til formlegs samstarfs. Ísland er með ríka arfleifð sem fiskveiði og fiskvinnsluþjóð með sumum af bestu vörum sem finnast nokkurs staðar. Við erum spennt að dreifa þeim víðar um heiminn.“