Matvælaframleiðandinn Katla hefur hafið útflutning á tilbúnu kökudeigi til verslana Costco í Bretlandi og Svíþjóð. Katla og Nói Síríus þróuðu í fyrra fyrir innanlandsmarkað nýja tegund smákökudeigs
„Vinsældir smákökudeigsins okkar náðu til Costco sem komu að máli við okkur og báðu um sérframleiðslu á sérstökum magnpakkningum til þeirra. Við slógum til og erum nú að hefja útflutning á tveimur nýjum tegundum eingöngu til þeirra,” segir Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu.
Nýju tegundirnar verða einungis fáanlegar í verslunum Costco og eru á leið í 29 verslanir í Bretlandi og eina í Svíþjóð.