Sema Erla Serdaroglu, stofnandi og formaður hjálparsamtakanna Solaris, var meðal þeirra sem tóku þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka fyrr í mánuðinum og keypti bréf fyrir 20 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Kaupin voru skráð á hennar eigin kennitölu og er því um persónulega fjárfestingu að ræða, óháð rekstri Solaris.
Bréfin voru keypt á genginu 106,56 krónur á hlut en markaðsgengi Íslandsbankabréfa stendur nú í 118,5 krónum, sem þýðir að hagnaður Semu Erlu um 2,3 milljónir króna hafi hún ekki þegar selt.
Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í gær voru einungis um 1.500 einstaklingar af þeim rúmlega 31.000 sem fengu úthlutað í útboðinu sem keyptu fyrir 20 milljónir eða meira.
Á sama tíma og hlutabréfakaup Semu Erlu áttu sér stað hefur ríkissaksóknari endurvakið lögreglurannsókn á aðgerðum Solaris.
Rannsóknin lýtur að meintum ólögmætum fjáröflunum og mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í tengslum við flutning einstaklinga frá Gasa til Egyptalands og þaðan til Íslands.
Líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um var mikið um að efnameiri Íslendingar stunduðu kennitölusöfnun í útboðinu til að reyna koma fé sínu yfir á mismunandi kennitölur til að hagnast meira á tilboðsverði ríksins.