Málmleitarfélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá samningi um helstu skilmála lánsfjármögnunar að andvirði 35 milljón dala, eða sem nemur um 4,9 milljörðum króna, við Landsbankann.

Málmleitarfélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá samningi um helstu skilmála lánsfjármögnunar að andvirði 35 milljón dala, eða sem nemur um 4,9 milljörðum króna, við Landsbankann.

Í tilkynningu Amaroq til Kauphallarinnar segir að nýja lánsfjármögnunin komi í stað núverandi óádreginnar framkvæmdafjármögnunar félagsins að andvirði 18,5 milljóna dala.

„Við erum gríðarlega ánægð með að hafa gengið frá helstu skilmálum að nýrri lánsfjármögnun við Landsbankann, sem mun auka aðgengi okkar að lánsfé og lengja í núverandi óádregnum lánalínum,“ segir Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals.

„Þessi fjármögnun mun einfalda lánaskipan félagsins í einn samning á hagstæðari kjörum ásamt því að styrkja lausafjárstöðu félagsins á sama tíma og við hefjum framleiðslu á gulli úr Nalunaq í haust, sem veitir okkur fjárhagslegt svigrúm til áframhaldandi vaxtar.“

Málmleitarfélagið segir að hin nýja fjármögnun, sem skiptist upp í þrjár lánalínur, auki verulega við fyrri lánsheimildir auk þess að lengja í lokagjalddaga. Fjármögnunin er háð endanlegri skjalagerð.