Kaup Senu á viðburðarfyrirtækinu Concept Events er nú til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og hefur verið skilað inn samrunatilkynningu vegna fyrirhugaðs samruna.
Sena samstæðan velti 2,4 milljörðum króna árið 2021. Félagið hefur á undanförnum árum skipulagt og framkvæmt viðburði á borð við Iceland Airwaves og flutt inn heimsfræga listamenn og uppistandara til landsins. Þá rekur Sena einnig kvikmyndahúsin Smára-, Háskóla- og Borgarbíó.
Concept Events var stofnað í janúar 2017 af þeim Dagmar Haraldsdóttur og Söndru Ýr Dungal. Félagið hannar, skipuleggur og framkvæmir viðburði.
Fjallað var um mögulegan samruna Senu og Concept Events í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.