Jónína Guð­munds­dóttir for­stjóri Corip­harma segir árið í ár marka tíma­mót hjá ís­lenska lyfja­fyrir­tækinu en fé­lagið setti ný­verið þrjú lyf sem fyrir­tækið þróaði á markað og stefnir á að koma þremur lyfjum til við­bótar á markað fyrir árs­lok.

Corip­harma sér mikil vaxtar­tæki­færi á al­þjóð­legum mörkuðum og með á­fram­haldandi lyfja­þróun stefnir fé­lagið að því að setja ár­lega 4-5 ný sam­heita­lyf á markað í sam­starfi við al­þjóð­leg sam­heita­lyfja­fyrir­tæki.

Að sögn Jónínu er fyrir­tækið að horfa fram á að tekju­flæði verði já­kvætt í kringum ára­mótin 2025-2026.

„Þess vegna erum við að horfa á árið 2025 sem spennandi ár eftir flottan árs­reikning í ár. Við höfum svo­lítið þurft að sýna fram á það fyrst að við gætum fram­leitt, svo við að gætum þróað og svo núna síðast að við getum selt það. Nú erum við komin í við­skipta­sam­band við tíu af tólf stærstu sam­heita­lyfja­fyrir­tækjum í Evrópu þannig okkur hefur gengið mjög vel,“ segir Jónína.

Jónína Guð­munds­dóttir for­stjóri Corip­harma segir árið í ár marka tíma­mót hjá ís­lenska lyfja­fyrir­tækinu en fé­lagið setti ný­verið þrjú lyf sem fyrir­tækið þróaði á markað og stefnir á að koma þremur lyfjum til við­bótar á markað fyrir árs­lok.

Corip­harma sér mikil vaxtar­tæki­færi á al­þjóð­legum mörkuðum og með á­fram­haldandi lyfja­þróun stefnir fé­lagið að því að setja ár­lega 4-5 ný sam­heita­lyf á markað í sam­starfi við al­þjóð­leg sam­heita­lyfja­fyrir­tæki.

Að sögn Jónínu er fyrir­tækið að horfa fram á að tekju­flæði verði já­kvætt í kringum ára­mótin 2025-2026.

„Þess vegna erum við að horfa á árið 2025 sem spennandi ár eftir flottan árs­reikning í ár. Við höfum svo­lítið þurft að sýna fram á það fyrst að við gætum fram­leitt, svo við að gætum þróað og svo núna síðast að við getum selt það. Nú erum við komin í við­skipta­sam­band við tíu af tólf stærstu sam­heita­lyfja­fyrir­tækjum í Evrópu þannig okkur hefur gengið mjög vel,“ segir Jónína.

Að hennar sögn hefur gengið vel að sækja fram á er­lendum mörkuðum þar sem lyfja­fyrir­tækin átta sig alveg á því hvaðan Corip­harma kemur. „Við erum að kaupa allar eignir Acta­vis á Ís­landi. Stjórn­enda­hópurinn er að uppi­stöðu, þessi reyndi hópur sem keyrði á­fram Acta­vis. Lyfja­heimurinn veit því alla­vega að við erum ekki ný­græðingar og þess vegna hefur gengið vel að markaðs­setja og koma okkur í fyrstu samningana.“

Spurð um hvernig hún sjái fyrir sér tekju­streymið í ár segir Jónína fyrir­tækið vera að stefna á að klára árið í um 28 milljónum evra sem er um 4,2 milljarðar króna á gengi dagsins.

Á rúmum tveimur árum hefur Corip­harma sótt um 8 milljarða með auknu hluta­fé en stærstu hlut­hafar fé­lagsins eru CP Invest slhf., fé­lag í eigu Iðunnar fram­taks­sjóðs og líf­eyris­sjóða, Eignar­halds­fé­lagið Hof, Snæ­ból, og BKP Invest ehf.
Út­boðs­gengið í ný­loknu hluta­fjár­út­boði var 13,7 krónur og tóku flestir stóru hlut­hafar fé­lagsins þátt.

„Nú­verandi hlut­hafarnir voru að koma mjög sterkir inn. Það má segja að nánast allir stærstu hlut­hafarnir hafi komið inn, nánast Pro Rata,“ segir Jónína.
CP Invest er stærsti hlut­hafi Corip­harma en Iðunn fram­taks­sjóður, sem er í vörslu Kviku banka, á helmings­hlut í CP Invest, sam­kvæmt árs­reikningi 2023. Frjálsi líf­eyris­sjóðurinn á síðan um 18% hlut, Al­menni líf­eyris­sjóðurinn um 13% hlut og TM Tryggingar um 7%.

Eignar­haldið á CP Invest verður til með þeim hætti að Iðunn fjár­festi í Corip­harma árið 2021 en eftir hluta­fjár­aukninguna 2022 var fram­taks­sjóðurinn full­fjár­festur þar sem sjóðurinn má ekki eiga meira en 30% í einu fé­lagi.

Líf­eyris­sjóðirnir sem eiga í Iðunni vildu hins vegar halda á­fram að fjár­festa í Corip­harma og því var fé­lagið CP Invest stofnað.

„Þannig við þurfum alltaf að fá ein­hverja nýja hlut­hafa inn því Iðunn getur ekki stækkað meira við sig og eru hlut­hafar fé­lagsins núna orðnir um 200 talsins,“ segir Jónína en þessi mikli fjöldi hlut­hafa skýrist meðal annars af því að starfs­mönnum hefur verið boðið að fjár­festa í fé­laginu.

„Það er gaman þegar hagurinn fer saman,“ segir Jónína en um 200 starfs­menn starfa hjá fyrir­tækinu um þessar mundir.

Corip­harma sér­hæfir sig í þróun, fram­leiðslu og út­flutningi sam­heita­lyfja á­samt því að sinna verk­töku­fram­leiðslu fyrir önnur lyfja­fyrir­tæki en fyrir­tækið var árið 2018. Sama ár keypti fé­lagið lyfja­verk­smiðju og hús­næði Acta­vis í Hafnar­firði af lyfjarisanum Teva Pharmaceuti­cals fyrir ríf­lega 800 milljónir króna. Ári seinna keypti fé­lagið þróunar­einingu Acta­vis af Teva.

„Aðal­til­gangur fé­lagsins er þróun á sam­heita­lyfjum sem við seljum svo í gegnum önnur lyfja­fyrir­tæki í Evrópu. Það tekur um fimm ár að þróa og setja á markað sam­heita­lyf,“ segir Jónína.

„Við keyptum verk­smiðjuna 2018 og þróunar­eininguna 2019 þannig það eru akkúrat fimm ár núna síðan við keyptum hana. Þannig við erum á skemmti­legum stað. Við höfum verið með tekjur, kannski ekkert rosa­legan hagnað, en tekjur af verk­taka­fram­leiðslu. Við þurftum að koma vélinni af stað, þjálfa fólk og láta hjólin byrja að snúast,“ segir Jónína.
Breytingin í ár er þó sú að Corip­harma er að setja á markað lyf sem voru þróuð af fyrir­tækinu.
„Við erum núna komin með þrjú lyf á markað sem við þróuðum sjálf og erum að selja í gegnum önnur lyfja­fyrir­tæki í Evrópu og fyrir lok þessa árs ætlum við að setja önnur þrjú lyf á markað.“

„Við erum komin með pantanir fyrir þeim öllum. Þetta er al­gjört við­snúnings­ár hjá okkur því það er miklu meiri fram­legð af okkar eigin vörum. Okkar hlut­hafar hafa með þessum hluta­fjár­aukningum verið að fjár­festa gríðar­lega í þessum þróunar­verk­efnum og nú er bara kominn upp­skeru­tími,“ segir Jónína.