Stellar Collection, ný samstæða ferðþjónustufyrirtækja í Alaska sem Styrmir Þór Bragason gegnir stjórnarformennsku hjá, gekk fyrr í mánuðinum frá kaupum á fyrirtækinu Borealis Basecamp. Styrmir telur að sé einn efnilegasti vaxtarsprotinn á sínu sviði.

Stellar Collection, ný samstæða ferðþjónustufyrirtækja í Alaska sem Styrmir Þór Bragason gegnir stjórnarformennsku hjá, gekk fyrr í mánuðinum frá kaupum á fyrirtækinu Borealis Basecamp. Styrmir telur að sé einn efnilegasti vaxtarsprotinn á sínu sviði.

Fyrirtækið heldur úti gistisvæði með sérhönnuðum smáhýsum í líkingu við snjóhús norðan við borgina Fairbanks þar sem norðurljós eru algeng. Styrmir lítur á svæðið sem áfangastað út af fyrir sig.

Með kaupunum á Borealis Basecamp er Stellar að leggja aukna áherslu á vetrartímabilið sem Styrmir telur að eigi mikið inni í Alaska. Hin félögin í samstæðunni einblíni meira á sumarmánuðina og því megi segja að viðbótin komi betra jafnvægi á starfsemina.

Styrmir segir nokkur kauptækifæri vera til skoðunar og í sumum tilfellum séu viðræður þegar hafnar.

Borealis Basecamp heldur úti gistisvæði með sérhönnuðum smáhýsum í líkingu við snjóhús norðan við borgina Fairbanks í Alaska.
© Kim & Nash Finley (Kim & Nash Finley)

Stellar Collection er fyrsta verkefni fjárfestingarsjóðsins Pt Arctic Tourism Fund II sem Pt Capital og Styrmir stofnuðu nýlega.

Styrmir, sem er fyrrum forstjóri íslenska ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, telur mikil vaxtartækifæri liggja á einstaklingsmarkaðnum á Alaska og með samþjöppun í geiranum. Markaðurinn einkennist af mörgum litlum fyrirtækjum.

„Verðin á ferðaþjónustufyrirtækjum í Alaska eru mun lægri en á Íslandi auk þess sem fjármagnskostnaðurinn er töluvert lægri. Það hefur ekki nein alvöru samþjöppun átt sér stað enn þá og ekkert félag hefur skarað fram úr í sölu og markaðssetningu í gegnum stafræna miðla líkt og Arctic Adventures og Guide to Iceland hafa gert vel á Íslandi,“ segir Styrmir.

„Það eru fjölmörg tækifæri og ókannaðar slóðir á þessum markaði. Ég yfirgef íslenska ferðaþjónustu nokkuð sáttur og er spenntur að sækja á ný mið í Alaska með Stellar Collection og Pt Capital.“

Styrmir lítur á svæði Borealis Basecamp sem áfangastað út af fyrir sig.
© Kim & Nash Finley (Kim & Nash Finley)

20% árlegur vöxtur

Styrmir segir að alþjóðlega hafi ferðaþjónustugeirinn verið í nær stanslausum vexti síðustu áratugi. Hann tekur Spán sem dæmi og bendir á að frá 1950 hafi einungis tvisvar verið samdráttur í ferðaþjónustu þar í landi – árið 2008 og á Covid-árunum.

„Það eru ekki margar atvinnugreinar með jafn stöðugan vöxt. Sífellt fleiri einstaklingar leggja áherslu á að verja ráðstöfunartekjum sínum í upplifanir fremur en að eignast hluti.“

Að sögn Styrmis gera spár alþjóðlegra greinenda ráð fyrir að ævintýraferðamennska á Norðurslóðum vaxi árlega um 20% út þennan áratug.

Fjallað er ítarlega um verkefnið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér.