Pershing Square, vogunarsjóður Bill Ackman, hefur lagt fram tilboð í alla útistandandi hluti fasteignaþróunarfyrirtækisins Howard Hughes Holdings.
Samkvæmt Financial Times hefur Ackman ýjað að því að með yfirtökunni væri hægt að breyta eignarhaldsfélaginu frá Texas í „nútímalegt Berkshire Hathaway.“
Líkt og kunnugt er var Berkshire Hathaway textílverksmiðja sem Warren Buffet keypti árið 1965 og byggði upp í stærsta eignarhaldsfélag heims.
Ackman telur að Howard Hughes, sem á fasteignir í Las Vegas, Texas og Hawaii, sé að nálgast það stig að geta farið að afla nægilegs sjóðstreymisúr fasteignarekstri sínum til að byrja að kaupa upp önnur fyrirtæki eða fasteignarekstur.
Pershing Square hefur boðið hluthöfum Howard Hughes 85 dali á hlut, að því er fram kemur í bréfi Ackmans til stjórnar félagsins í dag.
Lokaverð hlutabréfanna var 71,78 dalir á föstudag, sem gefur félaginu heildarvirði eigin fjár upp á 3,6 milljarða dali.
Pershing á nú þegar tæplega 38 prósent af hlutum í Howard Hughes.
Hlutabréf félagsins hækkuðu um meira en 10 prósent í utanþingsviðskiptn eftir að tilkynnint var um yfirtökutilboðið.