Pers­hing Square, vogunar­sjóður Bill Ack­man, hefur lagt fram til­boð í alla útistandandi hluti fast­eignaþróunar­fyrir­tækisins Howard Hug­hes Holdings.

Sam­kvæmt Financial Times hefur Ack­man ýjað að því að með yfir­tökunni væri hægt að breyta eignar­halds­félaginu frá Texas í „nútíma­legt Berks­hire Hat­haway.“

Líkt og kunnugt er var Berkshire Hathaway textílverksmiðja sem Warren Buffet keypti árið 1965 og byggði upp í stærsta eignarhaldsfélag heims.

Ack­man telur að Howard Hug­hes, sem á fast­eignir í Las Vegas, Texas og Hawa­ii, sé að nálgast það stig að geta farið að afla nægi­legs sjóð­streymisúr fast­eigna­rekstri sínum til að byrja að kaupa upp önnur fyrir­tæki eða fast­eigna­rekstur.

Pers­hing Square hefur boðið hlut­höfum Howard Hug­hes 85 dali á hlut, að því er fram kemur í bréfi Ackmans til stjórnar félagsins í dag.

Loka­verð hluta­bréfanna var 71,78 dalir á föstu­dag, sem gefur félaginu heildar­virði eigin fjár upp á 3,6 milljarða dali.

Pers­hing á nú þegar tæp­lega 38 pró­sent af hlutum í Howard Hug­hes.

Hluta­bréf félagsins hækkuðu um meira en 10 pró­sent í utanþingsviðskiptn eftir að til­kynnint var um yfirtökutilboðið.