W Communications er alþjóðleg samskipta- og auglýsingastofa með skrifstofur í London, New York, Singapúr og frá og með síðasta fimmtudegi, í Reykjavík. Fyrirtækið hefur unnið með risastórum fyrirtækjum á borð við Disney, Spotify, Adidas og British Airways.

Warren Johnson, stofnandi og forstjóri W Communications, hefur ferðast nokkrum sinnum til landsins og segist mjög spenntur fyrir framtíð auglýsingastofunnar á Íslandi.

W Communications er alþjóðleg samskipta- og auglýsingastofa með skrifstofur í London, New York, Singapúr og frá og með síðasta fimmtudegi, í Reykjavík. Fyrirtækið hefur unnið með risastórum fyrirtækjum á borð við Disney, Spotify, Adidas og British Airways.

Warren Johnson, stofnandi og forstjóri W Communications, hefur ferðast nokkrum sinnum til landsins og segist mjög spenntur fyrir framtíð auglýsingastofunnar á Íslandi.

„Ég er mjög metnaðarfullur þegar kemur að viðskiptum en ég er þó ekki með þessa gömlu heimsvalda- og yfirtökustefnu sem breska heimsveldið hafði á sínum tíma. Okkur finnst auðvitað gaman að stækka en við viljum að okkur sé boðið í heimsókn. Við höfum aldrei opnað skrifstofu á stað þar sem við höfum ekki fyrst fengið boð um að koma.“

Hann nefnir sem dæmi skrifstofu W Communications í Singapúr og segir að fyrirtækið hafi aldrei haft nein áform um að opna útibú þar. Svo gerðist það að veitingastaður í London sem Warren hafði fjárfest í vildi opna þar í landi og vildi svo til að þau þurftu á aðstoð að halda við að auglýsa staðinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.