Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, telur ólíklegt að frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum endi í atkvæðagreiðslu. Hann veltir því nú fyrir sér hvort lögreglan muni fella niður þau mál sem legið hafa á borði ákærusviðs árum saman.

Viðskiptablaðið hefur á undanförnum fjórum vikum kannað afstöðu þingmanna til netsölu áfengis. Svör bárust frá 56 af 63 þingmönnum. Niðurstöður könnunarinnar, sem greint var frá í blaði dagsins, gefa til kynna að krefjandi verði fyrir dómsmálaráðherra að ná frumvarpinu í gegnum þingið.

Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, telur ólíklegt að frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum endi í atkvæðagreiðslu. Hann veltir því nú fyrir sér hvort lögreglan muni fella niður þau mál sem legið hafa á borði ákærusviðs árum saman.

Viðskiptablaðið hefur á undanförnum fjórum vikum kannað afstöðu þingmanna til netsölu áfengis. Svör bárust frá 56 af 63 þingmönnum. Niðurstöður könnunarinnar, sem greint var frá í blaði dagsins, gefa til kynna að krefjandi verði fyrir dómsmálaráðherra að ná frumvarpinu í gegnum þingið.

„Það er alltaf eitthvað leikrit að máli sé vísað til umræðu en svo þegar á hólminn kemur er alltaf freisting að sitja hjá. Bjarni segist vilja heimila netverslun með áfengi en það þarf víst meira til. Eins og þetta lítur út þá eru engar líkur á að þetta fari í atkvæðagreiðslu.“

Rannsókn lögreglunnar á netsölu áfengis lauk fyrir rúmlega tveimur vikum síðan og er það nú í höndum ákærusviðs að taka ákvörðun um hvort lögð verði fram ákæra í málinu.

„Eina tangarhaldið hjá Framsókn og Vinstri grænum er að vínverslanirnar verði ákærðar en þá endar þetta bara í dómskerfinu næstu fjögur árin. Það er ekkert annað í stöðunni.“