Ísland gegnir nú formennsku í ráðgjafarnefnd EFTA og tók Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, við sem formaður nefndarinnar nú í janúar
Sigríður segir íþyngjandi regluverk og gullhúðun mikið áhyggjuefni fyrir íslenskan iðnað.
Að hennar mati þarf ráðgjafarnefndin að láta meira í sér heyra til að snúa við þeirri þróun að regluverk frá ESB sé innleitt hérlendis með meiri kröfum á íslenskt atvinnulíf en þörf er á.
„Það sem skiptir kannski mestu máli og sú áhersla sem ég hef komið með inn er að við ætlum að setja sérstaka áherslu á samkeppnishæfni EES/EFTA-ríkjanna og innri markaðarins,“ segir Sigríður.
„Af því við höfum í raun áhyggjur af skertri samkeppnishæfni og áhrifum íþyngjandi löggjafar á samkeppnishæfni ríkjanna,“ bætir Sigríður við.
Áskrifendur geta lesið viðtalið við Sigríði hér. Þar fer hún yfir áskoranir nefndarinnar og íslensks atvinnulífs á árinu.