Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja á fót átakshóp um aðhald í innkaupum stofnana sem fylgi eftir aðgerðaáætlun úr stefnu um sjálfbær innkaup sem birt var í janúar 2021. Gert er ráð fyrir að hópurinn starfi út árið 2025.

„Stór hluti útgjalda íslenska ríkisins fer í gegnum opinbera innkaupaferla á hverju ári, innkaupin hlaupa á milljörðum hvort sem um er að ræða verklegar framkvæmdir, þjónustukaup eða vörukaup,“ segir í inngangi aðgerðaráætlunar um sjálfbær innkaup stofnana ríkisins.

„Það skiptir því miklu máli að ríkisaðilar hafi í höndum markvissa stefnu um innkaup sem styðja við markmið um sjálfbæra þróun og sjálfbær ríkisútgjöld.“

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja á fót átakshóp um aðhald í innkaupum stofnana sem fylgi eftir aðgerðaáætlun úr stefnu um sjálfbær innkaup sem birt var í janúar 2021. Gert er ráð fyrir að hópurinn starfi út árið 2025.

„Stór hluti útgjalda íslenska ríkisins fer í gegnum opinbera innkaupaferla á hverju ári, innkaupin hlaupa á milljörðum hvort sem um er að ræða verklegar framkvæmdir, þjónustukaup eða vörukaup,“ segir í inngangi aðgerðaráætlunar um sjálfbær innkaup stofnana ríkisins.

„Það skiptir því miklu máli að ríkisaðilar hafi í höndum markvissa stefnu um innkaup sem styðja við markmið um sjálfbæra þróun og sjálfbær ríkisútgjöld.“

Í aðgerðaáætluninni kemur fram að leggja eigi áherslu á greiningar innkaupagagna og hefur Fjársýslan í þessu skyni unnið að því að hægt verði að gefa út mælaborð innkaupa fyrir stjórnendur. Í haust fái öll ráðuneyti aðgang að slíku mælaborði.

„Mælaborðið færir öllum ráðuneytum getu til að rýna innkaup sín og sinna undirstofnana og á þeim grundvelli geta ráðuneyti markað áherslur um mögulegar leiðir til að ná fram aukinni hagræðingu.“

Einnig er í aðgerðaáætluninni fjallað um þá forsendu hagræðingar í ríkisrekstri sem tilgreind var í fjármálaáætlun fyrir 2024-2028 að skrá samninga og bjóða út að nýju eldri samninga.

Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir að til að fylgja eftir innleiðingu á framangreindum greiningartólum og skráningarskyldu samninga sé átakshópnum ætlað að bæta þekkingu og færni stjórnenda, bæði í stofnunum og ráðuneytum í að beita gögnunum til aðhalds.