Suður­afríska fyrir­tækið Anglo American hefur á­kveðið að setja demants­fyrir­tækið De Beers á sölu í von um að stokka upp í eigna­safni sínu og forða sér undan 34 milljarða punda yfir­töku BHP. Samsvarar það um 5952 milljörðum króna

Námu­fyrir­tækis­sam­stæðan Anglo American, sem er skráð í Kaup­höllina í Lundúnum, er sam­kvæmt The Guar­dian að vinna í því að brjóta upp sam­stæðuna til að verja sig frá yfir­töku­til­boðinu sem ástralski námu­risinn BHP lagði fram á dögunum.

Skiptar skoðanir eru meðal hlut­hafa um til­boðið.

Suður­afríska fyrir­tækið Anglo American hefur á­kveðið að setja demants­fyrir­tækið De Beers á sölu í von um að stokka upp í eigna­safni sínu og forða sér undan 34 milljarða punda yfir­töku BHP. Samsvarar það um 5952 milljörðum króna

Námu­fyrir­tækis­sam­stæðan Anglo American, sem er skráð í Kaup­höllina í Lundúnum, er sam­kvæmt The Guar­dian að vinna í því að brjóta upp sam­stæðuna til að verja sig frá yfir­töku­til­boðinu sem ástralski námu­risinn BHP lagði fram á dögunum.

Skiptar skoðanir eru meðal hlut­hafa um til­boðið.

Ríkis­stjórn Suður Afríku, sem er stærsti hlut­hafi Anglo American í gegnum þjóðar­sjóð, hefur sagst ætla ganga að til­boðinu.

Sam­kvæmt The Guar­dian sagði ráð­herra námu­graftar í Suður-Afríku, Gwede Mantashe, ný­verið að honum hugnaðist þó betur að brjóta upp sam­stæðuna en að taka yfir­töku­til­boðinu.

Hug­myndin um að brjóta upp Anglo hefur einnig fengið hljóm­grunn meðal verka­lýðs­fé­laga og suður­afríska þingsins.