Bandaríski fjárfestingarbankinn JPMorgan Chase hefur falið einum stjórnanda að hafa umsjón með nýliðastarfi bankans og líta eftir vellíðan og árangri ungra starfsmanna í starfi.
Bandaríski fjárfestingarbankinn JPMorgan Chase hefur falið einum stjórnanda að hafa umsjón með nýliðastarfi bankans og líta eftir vellíðan og árangri ungra starfsmanna í starfi.
Með þessari ráðstöfun er JPMorgan, sem er stærsti banki Bandaríkjanna sé litið til eigna, að bregðast við auknum áhyggjum um starfsaðstæður ungs fólks á Wall Street.
Störf hjá stærstu fjárfestingarbönkum heims hafa lengi verið þekkt fyrir að hafa í för með sér mikið álag og streitu, ekki síst vegna langra vinnuvikna sem eru upp undir 100 klukkutímar að því er segir í frétt Financial Times.
Aukin umræða um starfsaðstæður á bandaríska fjármálamarkaðnum spratt upp eftir andlát 35 ára gamals bankastarfsmanns hjá Bank of America í maí síðastliðnum. Þótt maðurinn, Leo Lukenas III, hafi látist úr blóðtappa, þá varð málið til þess að margir kölluðu eftir að bankarnir myndu tryggja ungu starfsfólki heilbrigðara starfsumhverfi.
Jamie Damon, forstjóri JP Morgan, sagði á fjárfestaviðburði nýlega að bankinn væri að skoða hvað hægt væri að læra af andláti Lukenas.
Fjárfestingarbankinn setti nýverið þak á vinnuvikur ungra starfsmanna (e. junior bankers) í 80 klukkustundir. Þakið gildir hins vergar ekki þegar starfsmenn eru að vinna að viðskiptasamningum sem eru langt komnir.